Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Eftispurn eftir tæknimenntuðu fólki er vaxandi í íslensku samfélagi. Til stendur að stækka Tæknifræðisetur Háskóla Íslands í Menntasetrinu við Lækinn í Hafnarfirði í kjölfar þess að nemendum í tæknifræðinámi hefur fjölgað umtalsvert á undanförnum misserum. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, undirrituðu samkomulag þessa efnis í Tæknifræðisetrinu á dögunum.
Til stendur að stækka Tæknifræðisetur Háskóla Íslands í Menntasetrinu við Lækinn í Hafnarfirði í kjölfar þess að nemendum í tæknifræðinámi hefur fjölgað umtalsvert á undanförnum misserum. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, undirrituðu samkomulag þessa efnis í Tæknifræðisetrinu á dögunum.
Rúm þrjú ár eru síðan nám í tæknifræði var flutt frá Ásbrú í Reykjanesbæ í Menntasetrið við Lækinn. Markmiðið með flutningunum var m.a. að efla enn frekar umgjörð námsins og um leið leggja sterkan grunn að styttra fagháskólanámi í tæknigreinum. Jafnframt var tilgangurinn að fjölga nemendum í tæknifræði enda eftirspurn eftir fólki með slíka menntun vaxandi í íslensku samfélagi.
„Fyrir þremur árum fögnuðum við komu Tæknifræðiseturs Háskóla Íslands til Hafnarfjarðar og nú fögnum við aukinni aðsókn, stækkun þess og eflingu. Það er mjög ánægjulegt að sjá Menntasetrið við Lækinn verða með sýnilegum hætti hús sköpunar, fræða og tækni og það í öflugu samstarfi við háskólann. Hafnarfjörður er lifandi skólasamfélag í örri þróun og mótun og viðeigandi að sérhæfingin á háskólastigi í Hafnarfirði sé á sviði tækni. Mikill uppgangur hefur verið í atvinnuuppbyggingu á svæðinu, atvinnuhúsalóðir rjúka út og fjöldi m.a. tæknifyrirtækja innan bæjarmarkanna fer vaxandi. Svo er framundan uppbygging framtíðarhúsnæðis Tækniskólans á hafnarsvæðinu. Ég sé fyrir mér mikið samstarf og flæði nemenda þarna á milli,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Við Tæknifræðisetrið er annars vegar boðið upp á þriggja anna diplómanám í tæknigreinum á fagháskólastigi, sem veitir aðgang að öðru námi á háskólastigi, og hins vegar BS-nám í tæknifræði sem heyrir formlega undir Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands. Uppbygging námsins á nýjum stað hefur verið undir forystu Karls Sölva Guðmundssonar, prófessors við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands sem jafnframt er forstöðumaður Tæknifræðisetursins. Frá því að flutningum í Menntasetrið lauk fyrir um þremur árum hefur námið vaxið og dafnað. Sextíu nemendur stunda nú nám í tæknifræði og hefur fjöldinn nær tvöfaldast frá árinu 2017. Það er ekki síst athyglisvert þar sem tækifæri til kynningar á náminu hafa verið fá á undanförum misserum vegna heimsfaraldursins. Umsóknir nýnema hafa jafnframt rúmlega tvöfaldast frá flutningi námsins í Hafnarfjörð en þess má geta að fyrstu nemendurnir sem innrituðust eftir flutninginn munu útskrifast í ár.
„Það hefur verið mikil áskorun að flytja og endurvekja nám í tæknifræði á sama tíma og heimsfaraldur geysar. Fá tækifæri hafa boðist til að kynna námið fyrir áhugasömum og verðandi nemendum. En þrátt fyrir það þá hefur tæknifræðinámið vaxið jafnt og þétt frá 2018. Við getum aðeins horft björtum augum fram á veginn með stórbætta nemenda- og kennsluaðstöðu á Menntasetrinu við Lækinn. Með hækkandi sól og lækkandi smittölum hlökkum við til að kynna námið og frábæra námsaðstöðu fyrir verðandi tæknifræðingum. Við erum afar þakklát öllum þeim sem komið hafa að uppbyggingu Tæknifræðiseturs Háskóla Íslands,” segir Karl Sölvi Guðmundsson, prófessor við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild.
Spár um áframhaldandi fjölgun kalla á stækkun húsnæðis
Spár gera enn fremur ráð fyrir áframhaldandi fjölgun nemenda á næstu árum og því var ljóst að bregðast þurfti við með stækkun húsnæðis fyrir starfsemina. Tæknifræðisetrið hefur haft afnot af einni hæð í húsnæði Menntasetursins við Lækinn samkvæmt samningi Háskóla Íslands og Hafnarfjarðarbæjar frá árinu 2018 en með nýjum samningi fær setrið afnot af einni hæð til viðbótar. Hún verður m.a. nýtt til að efla verklega kennslu í náminu enn frekar og bæta nemendaaðstöðu.
„Það er mikið ánægjuefni hversu jákvæð þróunin hefur verið í tæknifræðináminu eftir að það var flutti í Tæknifræðisetrið í Hafnarfirði 2018. Tæknifræði er mikilvæg hagnýt grein fyrir íslenskt samfélag. Við í Háskóla Íslands höfum unnið að því að efla hana á undanförnum árum og það er nú búið mjög vel að tæknifræðinni við HÍ. Ég vil þakka Karli Sölva Guðmundssyni prófessor fyrir hans forystuhlutverk í því verki. Einnig þakka ég Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar, fyrir farsælt samstarf,” segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.
Ljósmyndir: Kristinn Ingvarsson
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…