Taktu þátt – hafðu áhrif!

Fréttir

Hjá Hafnarfjarðarbæ er jafnrétti og lýðræði í hávegum haft með það fyrir augum að allir einstaklingar fái jöfn tækifæri og möguleika til áhrifa. Við hvetjum þig til að taka virkan þátt og leggja þitt af mörkum til uppbyggingar og þróunar á þjónustu sveitarfélagsins. á samfélaginu okkar, umhverfi og auðlindum.

Ertu með ábendingu, sögu af þjónustuupplifun eða viltu koma hugmynd á framfæri?

Hjá Hafnarfjarðarbæ er jafnrétti og lýðræði í hávegum haft með það fyrir augum að allir einstaklingar fái jöfn tækifæri og möguleika til áhrifa. Við hvetjum þig til að taka virkan þátt og leggja þitt af mörkum til uppbyggingar og þróunar á þjónustu sveitarfélagsins. á samfélaginu okkar, umhverfi og auðlindum.

  • Ertu með sögu?  Við viljum fá að heyra þær allar, góðar og slæmar, og safna þeim saman með það fyrir augum að greina styrkleika og veikleika þjónustunnar þannig að hægt sé að bregðast við og bæta.  

  • Ertu með ábendingu?  Við fögnum öllum ábendingum! Er eitthvað sem þarf að lagfæra í umhverfinu, þjónustu eða annað sem þú vilt koma á framfæri við starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar? Sendu okkur þá ábendingu! Fyrirfram bestu þakkir!

  • Viltu koma góðri hugmynd á framfæri og viðra hana í stærra samhengi?  Þá er Betri Hafnarfjörður málið, samráðsvettvangur þar sem bæjarbúum gefst tækifæri til að setja fram smærri og stærri hugmyndir. 

Ungt fólk hefur tækifæri til þess að hafa áhrif á störf bæjarstjórnar í gegnum ungmennaráð Hafnarfjarðar og þá eru starfandi öldungaráð , fjölmenningarráð og ráðgjafaráð fatlaðs fólks.

Fulltrúar ungmennaráðs kynntu tillögur sínar fyrir bæjarstjórn

Fleiri leiðir til að hafa samband við sveitarfélagið þitt með almenna fyrirspurn:

Hvernig getur þú fylgst með fréttum og tilkynningum bæjarins?

  • Allar fréttir og tilkynningar eru birtar á forsíðu á vef bæjarins
  • Allir viðburðir á vegum bæjarins eru birtir á forsíðu á vef
  • Allar auglýsingar um útboð og skipulag í kynningu eru birtar á forsíðu á vef
  • Allar fréttir, tilkynningar, auglýsingar og viðburðir eru birtar á Facebooksíðu bæjarins
  • Mínar síður er þín þjónustugátt við sveitarfélagið. Þar má finna upplýsingar um gjöld og umsóknareyðublöð fyrir hvers kyns þjónustu.
  • Bæjarvefsjá hefur að geyma mikilvægar upplýsingar fyrir íbúa, fyrirtæki í bænum og aðra hagsmunaaðila. Þar má finna upplýsingar um skipulag bæjarins, uppdrætti, teikningar, hverfaskiptingu, skólahverfi, verndarsvæði, lagnir, samgöngur og fleira. Bæjarvefsjáin er fjársjóður upplýsinga fyrir alla þá sem tengjast Hafnarfirði.   

Taktu þátt – hafðu áhrif!

Ábendingagátt