Þjálfun núvitundar bætir svo margt – fjórar leiðir til að efla tengslin

Fréttir

Í hraða samfélagsins er mikilvægt að staldra við og gefa sér andrými til að þjálfa hugann og stuðla að auknu jafnvægi. Bryndís Jóna Jónsdóttir hjá Núvitundarsetrinu hefur leitt núvitundarþjálfun með starfsfólki í nokkrum leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar sem hefur skilað sér beint inn í skólastarfið með góðum árangri. Hún deilir hér æfingum sem auðvelt er fyrir alla fjölskylduna að tileinka sér á aðventunni.

Í hraða samfélagsins er mikilvægt að staldra við og gefa sér andrými til að þjálfa hugann og stuðla að auknu jafnvægi. Bryndís Jóna Jónsdóttir hjá Núvitundarsetrinu hefur leitt núvitundarþjálfun með starfsfólki í nokkrum leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar sem hefur skilað sér beint inn í skólastarfið með góðum árangri. Hún deilir hér æfingum sem auðvelt er fyrir alla fjölskylduna að tileinka sér á aðventunni.

  • Anda og telja: Takið frá 1 til 3 mínútur, teljið upp í 5 þegar þið andið að ykkur og endurtakið það nokkrum sinnum. Ekki þarf að breyta önduninni, bara að taka eftir henni. Hægt er fylgjast með tíma í síma eða með klukku
  • Borða með núvitund: Sniðugt er að velja t.d. mandarínu, rúsínu eða nammimola. Prófa að virkja öll skynfærin, vera forvitin um upplifun, skoða liti og form, finna áferðina, lykt og athuga mögulegt hljóð. Takið eftir því sem gerist í líkamanum áður en bitinn fer í munninn og þið finnið bragðið. Tókuð þið eftir einhverju nýju?
  • Veðrið innra með ykkur: Staldrið við og færið athyglina að önduninni. Takið svo eftir því hvernig ykkur líður núna; hvernig er veðrið innra með ykkur? Er kyrrlátt og sól, þoka, vindasamt eða eitthvað annað? Leyfið ykkur að líða eins og ykkur líður og vera eins og þið eruð. Gott er svo að hvíla athyglina í andardrættinum aftur
  • Tíu fingra þakklæti: Leiðið hugann að a.m.k. 10 atriðum sem þið eruð þakklát fyrir. Veitið því athygli hvernig ykkur líður um leið, hvaða tilfinningar þið finnið og þær birtast í líkamanum. Það getur líka verið gaman að búa til þakklætiskrukku sem fjölskyldan setur miða í sem hefur verið teiknað eða skrifað á sem hver og einn er þakklátur fyrir og skoðað saman á kósýkvöldi
  • Að skipta um gír, að ganga með núvitund: Standið alveg kyrr, beinið athyglinni að iljunum. Gangið mjög hægt, skref fyrir skref og takið eftir því hvernig það er að ganga í n.k. fyrsta gír. Síðan er hægt að skipta um gír, á mismunandi hraða og jafnvel farið í bakkgír. Einnig ganga á tám, hælum, valhoppa, leika eitthvað dýr eða annað sem heldur athyglinni á göngunni

Jólablað Hafnarfjarðar 2021

Þessi umfjöllun er hluti af efni í jólablaði Hafnarfjarðar 2021. Jólablaðið hefur þann eina og sanna tilgang að kynna jólabæinn Hafnarfjörð fyrir öllum áhugasömum, fyrir gestum og gangandi og varpa ljósi á þann hlýleika og fjölbreytileika sem býr með fólkinu og fyrirtækjunum í jólabænum Hafnarfirði. Í jólablaðinu 2021 er meðal annars að finna umfjöllun um öðruvísi skemmtun, hefðir í hreyfingu, einstaka samheldni íbúa, hús tækifæranna í Hellisgerði, fjölskyldurekin fyrirtæki, norðurljós, töfrum prýdd kaffihús, girnilegar uppskriftir, mikilvægi þess að njóta og slaka, Jólahjartað og hjartasvellið sem opnar í desember, samstarfsverkefni samfélaginu til heilla og síðasta en ekki síst Jólaþorpið sem opnaði fyrstu helgina í aðventu.

Jólablað Hafnarfjarðar 2021

Ábendingagátt