Félagsmiðstöðvar
Í félagsmiðstöðvunum er boðið upp á frístundastarf fyrir 10–16 ára börn og unglinga.
Starf félagsmiðstöðva
Félagsmiðstöðvarnar starfa í húsnæði við grunnskólana. Þar hafa börn og unglingar aðstöðu til afþreyingar og samveru með jafnöldrum í öruggu umhverfi. Starfið hefur forvarnar-, uppeldis- og menntunargildi og tekur mið af aldri og þroska barna og unglinga. Unnið er í klúbbum, ráðum, hópastarfi, opnu starfi og tímabundnum verkefnum.
Áhersla er lögð á að bjóða upp á fjölbreytileg viðfangsefni og að ná til þeirra barna og unglinga sem þarfnast félagslegs stuðnings.
Þjónustutími félagsmiðstöðva
Þjónustutími félagsmiðstöðva er tvískiptur.
- Stjórnendur eru með viðveru á skólatíma barna og unglinga. Þá er opið í frímínútum og hádegishléum þegar kostur gefst, auk þess sem börnin og unglingarnir geti kíkt við og rætt við starfsfólk ef eitthvað liggur þeim á hjarta.
- Almennur opnunartími eða kvöldopnanir.
Opnunartími
Félagsmiðstöðvarnar eru með starfsemi á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá kl. 17–22.
- 5.–7. bekkur er 2–4 sinnum í mánuði frá kl. 17:00-19:00 (mismunandi vikudagur eftir stöðum).
- 8., 9. og 10. bekkur er þrjú kvöld í viku frá kl. 19.30- 22:00.
- Hópastarf er einu sinni til tvisvar í viku frá kl. 17:00–19:00 (mismunandi vikudagur eftir stöðum).