Frístundaheimili

Börn í 1.–4. bekk geta stundað fjölbreytt tómstundastarf á frístundaheimilum við sinn skóla frá því að skóladegi lýkur til klukkan 17.

Leikskólabörn-leika-saman

Frístundagjöld

Frístundagjöld eru innheimt samkvæmt gjaldskrá. Þú getur reiknað út kostnað við frístundadvölina með reiknivél hér fyrir neðan.

Þú getur valið hversu marga daga barnið á að dvelja á frístundarheimilinu. Greitt er fyrir daginn. Innifalið í gjaldinu er síðdegishressing, vistun og lengd viðvera á dögum þegar opið er allan daginn.

Systkinaafsláttur

Börn í frístund sem eiga annað systkini í frístund eða systkini samtímis í leikskóla eða hjá dagforeldri geta fengið systkinaafslátt. Afslátturinn af frístund reiknast af dvalargjaldi, fyrir hvert barn umfram eitt. Fyrir yngsta systkini er greitt fullt gjald, en afsláttur er veittur:

  • fyrir annað systkini: 75%
  • fyrir þriðja systkini: 100%
  • fyrir fjórða systkini: 100%

Reiknaðu dæmið

Hvað kostar að vera með barn í
frístund í daga á viku?

Reikna Endurreikna
Dvalargjald kr.
Fæðisgjald kr.
Samtals kr./mán.

Fyrirvari:

Eingöngu er um áætlun að ræða miðað við þá forsendur sem slegnar eru inn.