Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Ungmennahús eru félagsmiðstöðvar fyrir ungt fólk. Þar er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, hópastarf, ráðgjöf, sköpun og aðstöðu fyrir viðburði, til að læra eða funda.
Ungmennahús veita ungu fólki stuðning og aðstoð við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd, hverjar sem þær eru. Fyrir liggur að opna aðstöðu og starfsemi bæði á Selhellu og í Nýsköpunar- og tæknisetrinu í Menntasetrinu við Lækinn og færa þannig starfsemi ungmennahúsanna út í hverfin og nær notendum þjónustunnar. Þessi vinna stendur yfir og munu ungmennahúsin opna von bráðar.
Markmið ungmennahúsa er að stuðla að menningu og bættri þjónustu við hafnfirsk ungmenni. Annars vegar er boðið upp á tómstundir sem hafa forvarnar-, uppeldis- og menntunargildi. Hins vegar er boðið upp á aðstöðu til afþreyingar og samveru með jafnöldrum í öruggu umhverfi. Áhersla er lögð á fjölbreytileika og að öll upplifi sig velkomin.
Ungmennin eru alltaf drifkraftur í starfinu meðan verkefnastjórar halda utan um daglegan rekstur og faglegt starf.
Unnið er í klúbbum, ráðum, hópastarfi og tímabundnum verkefnum. Áhersla er lögð á að virkja fólk til þátttöku og framkvæmda í starfinu, einkum það sem þarf sérstaka hvatningu og stuðning. Áhersla er lögð á lýðræðisleg vinnubrögð og eflingu á sjálfstrausti og félagsfærni ungmenna, með jafnréttissjónarmið að leiðarljósi.
Var efnið hjálplegt?