Fjölmenning

Hafnarfjörður tekur vel á móti fólki af erlendum uppruna og hvetur til aukinna þátttöku þeirra.

Brúarsmiðir

Brúarsmiðir

Brúarsmiðir eru menningartenglar sem starfa á vegum Mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar. Hlutverk þeirra er að byggja brýr milli menningarheima, efla menningarnæmi og styðja við farsælt samstarf skóla og fjölskyldna.

Brúarsmiðir starfa á öllum stigum skólagöngunnar; í leikskólum, grunnskólum og í tengslum við frístunda- og íþróttastarf.

Hlutverk brúarsmiða

Brúarsmiðir nýta eigin reynslu af tveimur menningarheimum og tungumálum til að styðja við börn, foreldra og starfsfólk skóla. Þeir:

  • efla gagnkvæmt traust og skilning

  • styðja við aðlögun og samþættingu

  • útskýra reglur, væntingar og skólamenningu

  • byggja brýr milli heimilis og skóla

Stuðningurinn byggir á hlýju, virðingu og hagnýtu viðmóti og er alltaf aðlagaður að aðstæðum, tungumáli og menningarlegum bakgrunni hverrar fjölskyldu.

Stuðningur og þjónusta

Brúarsmiðir bjóða upp á:

  • Viðtöl með foreldrum og starfsfólki

  • Stuðning í foreldraviðtölum og á foreldrafundum

  • Aðstoð við umsóknir frístunda- og íþróttastarfs

  • Stuðning við notkun kerfa eins og Völu, Mentor og Abler

Hafa samband

Foreldrar og starfsfólk geta haft beint samband við brúarsmiði: bru@hafnarfjordur.is
Vinsamlega takið fram á hvaða tungumáli óskað er eftir stuðningi.

Við tölum: íslensku, ensku, pólsku, arabísku, spænsku og kúrdísku.