Fjölmenning
Hafnarfjörður tekur vel á móti fólki af erlendum uppruna og hvetur til aukinna þátttöku þeirra.
Fjölmenningarráð
Fjölmenningarráð veitir bæjarstjórn, nefndum og ráðum Hafnarfjarðar ráðgjöf um málefni og hagsmuni bæjarbúa sem eru innflytjendur.
Fjölmenningarráð á að stuðla að upplýsingagjöf og samstarfi Hafnarfjarðarbæjar við hagsmunasamtök hópsins. Ráðið tengir saman fjölmenningar samfélög í Hafnarfirði, tengir Íslendinga og innflytjendur, kemur málefnum innflytjenda á framfæri og stuðlar að friðsamlegu fjölmenningarlegu samfélagi.
Í Fjölmenningarráði eru 5 fulltrúar. Ráðið er samráð bæjarbúa sem eru innflytjendur, hagsmunasamtaka innflytjenda, atvinnulífs og bæjaryfirvalda. Það tekur virkan þátt í allri stefnumörkun sem varðar fjölmenningu.