Fjölmenning

Hafnarfjörður tekur vel á móti fólki af erlendum uppruna og hvetur til aukinna þátttöku þeirra.

Umsækjendur um alþjóðlega vernd

Hafnarfjörður leggur mikið upp úr því að taka vel á móti fólk og að það verði virkir þátttakendur gegnum vinnu og afþreyingu.

Heildstæð þjónusta fyrir flóttafólk

Í Hafnarfirði starfar sérstök stoðdeild fyrir flóttafólk. Flest þeirra eru fjölskyldur eða einstæðir foreldrar með börn. Hafnarfjörður leggur mikið upp úr því að taka vel á móti fólk og að það verði virkir þátttakendur gegnum vinnu og afþreyingu.

Þjónustan er heildstæð og fjölbreytt. Dæmi um verkefni eru:

  • Aðstoð við leit að húsnæði.
  • Fjárhagsaðstoð.
  • Fræðsla um íslenskt samfélag.
  • Íslenskunámskeið.
  • Námskeið fyrir konur til að draga úr einangrun.
  • Aðstoð með réttindamál varðandi skatta og bætur.
  • Styðja við sameiningu fjölskyldna.
  • Samstarf við skóla og leikskóla.
  • Samstarf við íþróttafélög með afþreyingu.
  • Náið samstarf við bókasöfnin með ýmsa viðburði.
  • Barnaverndarmál sem kunna að koma upp.
  • Sinna fylgdarlausum ungmennum sem hafa sótt um vernd.

Öllum einstaklingum er fylgt eftir í gegnum allt kerfið. Teymið sem vinnur í deildinni er með fjölbreyttan bakgrunn, meðal annars eru spænsku- og arabísku mælandi ráðgjafar.

Unnið er í góðu samstarfi við ýmis hagsmunasamtök, til dæmis Fjölmenningarsetur, UNICEF, Rauða Krossinn, Samtökin ‘78, WOMEN og fleiri.

Hafa samband

Hægt er að senda tölvupóst beint á deildina á netfangið hof@hafnarfjordur.is. Einnig er hægt að hringja í Þjónustuver í síma 585 5500 eða koma á Strandgötu 6, mán–fimmtudaga 8–16 og föstudaga 8–14.