Þörf fyrir áfangastaðastofu þykir augljós

Fréttir

Ferðamálaþing Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) fór fram miðvikudaginn 27. apríl á Hilton Nordica. Á þinginu var fjallað um aðdragandann að stofnun áfangastaðastofu fyrir höfuðborgarsvæðið og tóku aðilar frá ferðaþjónustufyrirtækjum, sveitarfélögum og hinu opinbera þátt. 

Þörfin fyrir áfangastaðastofu á höfuðborgarsvæðinu er augljós

Ferðamálaþing Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) fór fram miðvikudaginn 27. apríl
á Hilton Nordica.
Á þinginu var fjallað um aðdragandann að stofnun áfangastaðastofu fyrir höfuðborgarsvæðið og tóku
aðilar frá ferðaþjónustufyrirtækjum, sveitarfélögum og hinu opinbera þátt. 

Höfuðborgarsvæðið þarf að vera samkeppnishæft 

Gunnar Einarsson,
formaður stjórnar SSH, setti þingið og fjallaði við það tilefni um mikilvægi þess að
„höfuðborgarsvæðið sé samkeppnishæft við önnur höfuðborgarsvæði á margvíslegum sviðum, svo
sem menntunar, búsetu, atvinnu, samgagna og síðast en ekki síst sem áhugaverður staður fyrir alla
að koma á, upplifa og fræðast um
”.
Gestafyrirlestari var Leena Lassila frá Helsinki Partners. Hún sagði frá helstu vörðum á leiðinni að
því að koma Helsinki á heimskortið og hvernig sú vegferð væri byggð upp. Hún lagði áherslu á
mikilvægi tengslanets og samvinnu og sagði frá þróunarverkefnum sem ráðist hefði verið í með það
að markmiði að kynna Helsinki fyrir ferðamönnum og heimafólki. 

Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri lýsti því hvernig stefnumótun hefði farið fram í
tengslum við stofnun áfangastaðastofa um allt land og fagnaði því að loks væri slík vinna að fara af
stað á höfuðborgarsvæðinu. 

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs fjallaði um verkefni Reykjavíkurborgar í ferðamálum
og lagði áherslu á það hve mörg tækifæri lægju í samvinnu sveitarfélagana á höfuðborgarsvæðinu.
Með því væri hægt að ná betri nýtingu fjármuna, álagsstýringu og samnýtingu þekkingar og hæfni á
höfuðborgarsvæðinu. 

Rannveig Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Eldingar tók í sama streng; nú væri hægt að efla
samkeppnishæfni, vitund og þekkingu um áfangastaðinn og stuðla að sátt við íbúa. Hún benti einnig
á að forsendan fyrir árangri væri að fyrirtækin sjálf hefðu tækifæri og áhuga til slíks samstarfs. 

Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sagði að reynslan þaðan
væri sú að samvinna yki slagkraft og lýsti fjárfestinga- og uppbyggingavinnu á Norðurlandi. Hún lýsti
skíðasvæðaverkefninu 5×5, stofnun flugklasans og sagði frá Norðurstrandaleiðinni sem hefði byrjað
sem lítið verkefni sem óx og er í dag eitt af stóru verkefnunum sem kallar á uppbyggingu innviða og
sameiginlega þekkingu allra hagaðila á svæðinu. 

Að lokum lýsti Björn H. Reynisson verkefnastjóri aðdragandanum að vegferðinni í átt að
Áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins. ,,Það er ekki hægt að vinna þetta verkefni nema með
samvinnu allra”
sagði Björn ,,Áhersla áfangastaðarins er á náttúru, vellíðan, menningu og listir og
sjálfbæra þróun. Það verður á þessum grunni sem við munum vinna áfangastaðaáætlun sem mun
liggja fyrir í janúar á næsta ári”.
Hann sagði jafnframt að þegar áfangastaðaáætlun liggi fyrir muni
hagaðilar á höfuðborgarsvæðinu undirbúa stofnun áfangastaðastofu. ,,Það eru allir sammála um
þörfina, en til þess að þetta verði að veruleika verða allir hagaðilar að vera tilbúnir í verkefnið. ”
sagði
hann að lokum. 

Allar frekari upplýsingar um undirbúningsvinnu að Áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins gefur
Björn H. Reynisson, verkefnastjóri: bjorn@ssh.is / 863-0001

Ábendingagátt