Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Ferðamálaþing Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) fór fram miðvikudaginn 27. apríl á Hilton Nordica. Á þinginu var fjallað um aðdragandann að stofnun áfangastaðastofu fyrir höfuðborgarsvæðið og tóku aðilar frá ferðaþjónustufyrirtækjum, sveitarfélögum og hinu opinbera þátt.
Gunnar Einarsson, formaður stjórnar SSH, setti þingið og fjallaði við það tilefni um mikilvægi þess að „höfuðborgarsvæðið sé samkeppnishæft við önnur höfuðborgarsvæði á margvíslegum sviðum, svo sem menntunar, búsetu, atvinnu, samgagna og síðast en ekki síst sem áhugaverður staður fyrir alla að koma á, upplifa og fræðast um”. Gestafyrirlestari var Leena Lassila frá Helsinki Partners. Hún sagði frá helstu vörðum á leiðinni að því að koma Helsinki á heimskortið og hvernig sú vegferð væri byggð upp. Hún lagði áherslu á mikilvægi tengslanets og samvinnu og sagði frá þróunarverkefnum sem ráðist hefði verið í með það að markmiði að kynna Helsinki fyrir ferðamönnum og heimafólki.
Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri lýsti því hvernig stefnumótun hefði farið fram í tengslum við stofnun áfangastaðastofa um allt land og fagnaði því að loks væri slík vinna að fara af stað á höfuðborgarsvæðinu.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs fjallaði um verkefni Reykjavíkurborgar í ferðamálum og lagði áherslu á það hve mörg tækifæri lægju í samvinnu sveitarfélagana á höfuðborgarsvæðinu. Með því væri hægt að ná betri nýtingu fjármuna, álagsstýringu og samnýtingu þekkingar og hæfni á höfuðborgarsvæðinu.
Rannveig Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Eldingar tók í sama streng; nú væri hægt að efla samkeppnishæfni, vitund og þekkingu um áfangastaðinn og stuðla að sátt við íbúa. Hún benti einnig á að forsendan fyrir árangri væri að fyrirtækin sjálf hefðu tækifæri og áhuga til slíks samstarfs.
Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sagði að reynslan þaðan væri sú að samvinna yki slagkraft og lýsti fjárfestinga- og uppbyggingavinnu á Norðurlandi. Hún lýsti skíðasvæðaverkefninu 5×5, stofnun flugklasans og sagði frá Norðurstrandaleiðinni sem hefði byrjað sem lítið verkefni sem óx og er í dag eitt af stóru verkefnunum sem kallar á uppbyggingu innviða og sameiginlega þekkingu allra hagaðila á svæðinu.
Að lokum lýsti Björn H. Reynisson verkefnastjóri aðdragandanum að vegferðinni í átt að Áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins. ,,Það er ekki hægt að vinna þetta verkefni nema með samvinnu allra” sagði Björn ,,Áhersla áfangastaðarins er á náttúru, vellíðan, menningu og listir og sjálfbæra þróun. Það verður á þessum grunni sem við munum vinna áfangastaðaáætlun sem mun liggja fyrir í janúar á næsta ári”. Hann sagði jafnframt að þegar áfangastaðaáætlun liggi fyrir muni hagaðilar á höfuðborgarsvæðinu undirbúa stofnun áfangastaðastofu. ,,Það eru allir sammála um þörfina, en til þess að þetta verði að veruleika verða allir hagaðilar að vera tilbúnir í verkefnið. ” sagði hann að lokum.
Allar frekari upplýsingar um undirbúningsvinnu að Áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins gefur Björn H. Reynisson, verkefnastjóri: bjorn@ssh.is / 863-0001
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…