Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Frá árinu 2014 hefur Hafnarfjarðarbær markvisst unnið að innleiðingu á þróunarverkefni sem snýr að snemmtækri íhlutun hvað varðar mál og læsi í leikskólum Hafnarfjarðar. Í dag hafa sjö leikskólar og einn grunnskóli innleitt þróunarverkefnið í skólastarfið og gefið út sína eigin handbók auk þess sem þrír leikskólar til viðbótar eru í innleiðingarferli. Skarðshlíðarskóli er fyrsti grunnskóli Hafnarfjarðar til að innleiða þróunarverkefnið.
Frá árinu 2014 hefur Hafnarfjarðarbær markvisst unnið að innleiðingu á þróunarverkefni sem snýr að snemmtækri íhlutun hvað varðar mál og læsi í leikskólum Hafnarfjarðar. Leikskólinn Norðurberg var fyrstur leikskóla í Hafnarfirði til að innleiða verkefnið skólaárin 2014-2016 og gaf sumarið 2017 út handbók um snemmtæka íhlutun í málörvun leikskólabarna og undirbúning fyrir lestur. Í dag hafa sjö leikskólar og einn grunnskóli innleitt þróunarverkefnið í skólastarfið og gefið út sína eigin handbók auk þess sem þrír leikskólar til viðbótar eru í innleiðingarferli.
Skarðshlíðarskóli er fyrsti grunnskóli Hafnarfjarðar til að innleiða þróunarverkefnið. Hér má sjá Ingibjörgu Magnúsdóttur skólastjóra með handbók skólans um snemmtæka íhlutun í málörvun og lestrarnámi grunnskólabarna.
Samstarf í anda lærdómssamfélagsins
Þróunarverkefnið er unnið í nánu samstarfi við skólastjórnendur og tengiliði innan hvers skóla en fyrir verkefninu og innleiðingu þess fer Ásthildur Bj. Snorradóttir, talmeinafræðingur hjá Hafnarfjarðarbæ. Bjartey Sigurðardóttir talmeinafræðingur hefur verið Ásthildi til halds og trausts hvað innleiðingu til grunnskóla varðar. Í anda lærdómssamfélagsins hefur áhersla verið lögð á það frá upphafi að virkja starfsfólk skólanna til virkrar þátttöku í mótun og innleiðingu enda kallar verkefnið á innri greiningu, rýni og mat á tækifærum og möguleikum út frá sérstöðu og eiginleikum hvers skóla. Markmið með þróunarverkefninu er margþætt; allt frá beinni fræðslu til starfsfólks um læsi, málörvun og snemmtæka íhlutun til verkferla og framkvæmda á hverjum stað sem saman tryggja framgang og árangur. Hver leikskóli útbýr sína handbók sem er leiðbeinandi og lifandi uppflettirit fyrir starfsfólk og hefur þann tilgang að samhæfa fagvinnu og festa ákveðin vinnubrögð í sessi. Á sama tíma eru handbækurnar góður grunnur og fyrirmynd í snemmtækri íhlutun varðandi málörvun og lestrarnám barna fyrir aðra skóla.
Hver leikskóli útbýr sína handbók sem er leiðbeinandi og lifandi uppflettirit fyrir starfsfólk og hefur þann tilgang að samhæfa fagvinnu og festa ákveðin vinnubrögð í sessi. Hér má sjá handbók Hörðuvalla: Okkar hjartans mál.
Þeir leikskólar sem hafa lokið innleiðingunni í Hafnarfirði og útbúið handbækur um verkefnið, til viðbótar við Norðurberg og Bjarkalund sem innleiddu verkefnið skólaárin 2016-2018 eru: Álfaberg, Álfasteinn, Hlíðarberg, Hörðuvellir og Smáralundur (2017-2020). Hlíðarendi, Hraunvallaleikskóli og Vesturkot eru í innleiðingarferli. Stefnt er að kynningu á handbókum og verklagi innan hvers skóla, fyrir foreldra og annað fagfólk um leið og aðstæður leyfa.
Árangurinn er ávöxtur öflugs samstarfs
Starfsfólk leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar hefur unnið frábært starf við innleiðingu á þróunarverkefni er varðar mál og læsi og vonir standa til þess að verkefnið muni til framtíðar litið minnka þörf fyrir greiningar á seinni stigum enda barn gripið og því veitt viðeigandi aðstoð og þjónusta um leið og minnsti grunur vaknar. Ákveðið hefur verið að þróunarverkefni um snemmtæka íhlutun hvað varðar mál og læsi verði hluti af verklagi Brúarinnar sem hefur þann tilgang að samþætta og efla þjónustu og stuðning bæjarins og auka lífsgæði barna, unglinga og fjölskyldna þeirra. Í Brúarteymum sitja fagaðilar á vegum skólans, ásamt ráðgjöfum frá mennta- og lýðheilsusviði og fjölskyldu- og skólaþjónustu Brúarinnar. Hlutverk brúarteyma er að kortleggja stöðu barns og leita sameiginlegra lausna, barni og fjölskyldu þess til stuðnings. Snemmtæk íhlutun hvað varðar mál og læsi verður hluti af þessari kortlagningu.
Við óskum þeim leikskólum og grunnskóla sem lokið hafa við innleiðingu þróunarverkefnis innilega til hamingju með vel unnið og mikilvægt starf í þágu málþroska og læsis.
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…