Til hamingju með 60 árin Öldutúnsskóli!

Fréttir

Öldutúnsskóli fagnaði í gær 60 ára afmæli en það var þann 20. október árið 1961 sem kennsla hófst í tveimur kennslustofum við skólann. Í lok þess árs voru rúmlega 200 nemendur í skólanum. Nemendur og starfsfólk héldu upp á stórafmælið með söng og almennri gleði. Deginum lauk með ánægjulegri afmælisgöngu nemenda og starfsfólks um hverfið.

Innilega til hamingju með daginn skólasamfélagið við Öldutúnsskóla!

Öldutúnsskóli fagnaði í gær 60 ára afmæli en það var þann 20. október árið 1961 sem kennsla hófst í tveimur kennslustofum við skólann. Í lok þess árs voru rúmlega 200 nemendur í skólanum. Nemendur og starfsfólk héldu upp á stórafmælið með söng og almennri gleði. Tónlistarmaðurinn og bæjarlistamaður Hafnarfjarðar Friðrik Dór mætti og söng fyrir afmælisgesti sem fögnuðu áfram með góðum veitingum og veislu í kennslustofum. Deginum lauk með ánægjulegri afmælisgöngu nemenda og starfsfólks um hverfið.

Í Öldutúnsskóla eru nemendur í 1. til og með 10. bekk með 2-3 bekkjardeildir í hverjum árgangi. Í upphafi skólaársins 2020 – 2021 voru nemendur skólans 610 í 27 bekkjardeildum í skólahverfi sem markast af Reykjanesbraut, Lækjargötu og Ásbraut.

Sjá má myndir á vef skólans frá vel heppnuðum afmælisdegi

Oldu25Oldu7

Saga Öldutúnsskóla

Saga skólans hófst í október 1959 þegar bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti að hefja byggingu smábarnaskóla upp á Öldum. Eftir að byggingarframkvæmdir við skólann hófust, liðu tvö ár þar til að hægt var að hefja þar kennslu sem var í tveimur kennslustofum þann 20. október 1961. Tvær stofur bættust síðan við nokkru fyrir jól. Alls voru 203 sjö og átta ára nemendur í átta bekkjardeildum. Haukur Helgason, skólastjóri, ásamt fjórum kennurum hófu þá störf við skólann. Á þessum tíma var unglingum kennt í Flensborgarskóla, en Lækjarskóli og Öldutúnsskóli voru barnaskólarnir í bænum. St. Jósepsskóli var lagður niður um leið og Öldutúnsskóli tók til starfa. Bærinn óx afar hratt og þörfin fyrir aukið húsnæði var því mikil. Um hundrað nemendur bættust við Öldutúnsskóla á hverju ári næstu árin. Veturinn 1963 til 1964 voru þeir orðnir 405 og enn voru stofurnar aðeins fjórar. Skólinn var fjórsetinn. Fjórir bekkir voru um sömu stofuna. Sá fyrsti kom kl. 8:00 og sá síðasti kl.15:30. Kennslu lauk kl.18:00 og kennt var alla daga vikunnar nema sunnudaga.

Sjá söguna alla….

Ábendingagátt