Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Áætlaður rekstrarafgangur A- og B-hluta sveitarfélagsins nemur 541 milljón króna á árinu 2023. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði 3,1% af heildartekjum eða 1.265 milljónir króna. Áætlun gerir ráð fyrir að rekstur A-hluta verði jákvæður fyrir afskriftir og fjármagnsliði um rúmlega 2,3 milljarða króna og afkoma A-hluta verði jákvæð um 36 milljónir króna.
Tillaga að fjárhagsáætlun 2023 verður lögð fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar til fyrri umræðu í dag, miðvikudaginn 9. nóvember. Áætlaður rekstrarafgangur A- og B-hluta sveitarfélagsins nemur 541 milljón króna á árinu 2023. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði 3,1% af heildartekjum eða 1.265 milljónir króna. Áætlun gerir ráð fyrir að rekstur A-hluta verði jákvæður fyrir afskriftir og fjármagnsliði um rúmlega 2,3 milljarða króna og afkoma A-hluta verði jákvæð um 36 milljónir króna.
Mikil uppbygging á sér nú stað í Hafnarfirði í nýjum hverfum, á þéttingarreitum og atvinnusvæðum. Fyrirséð er að íbúum og fyrirtækjum á eftir að fjölga umtalsvert á komandi árum sem skila mun vaxandi tekjum fyrir sveitarfélagið. Áætlað er að heildartekjur fyrir A- og B-hluta verði um 40,4 milljarðar króna árið 2023 og að áætluð rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði verði um 37,0 milljarðar króna. Af heildartekjum eru rúmlega 3,8 milljarðar króna vegna tekjufærslu á sölu lóða.
Fjárhagsleg staða Hafnarfjarðar er góð og er skuldaviðmið áætlað um 98% í lok næsta árs. Útsvarsprósenta verður áfram 14,48% en heildarálagning fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði lækkar úr 0,744% í 0,704% með lækkun á vatns- og fráveitugjöldum. Áætlað er að útgjöld vegna málefna fatlaðs fólks aukist um 23% á næsta ári og nemi liðlega 5 milljörðum króna. Helstu óvissuþættir við áætlunargerð eru væntanlegir kjarasamningar, áhrif verðbólgu og alþjóðleg efnahagsþróun.
„Hafnarfjarðarbær er rekinn með ábyrgum hætti. Því er gert ráð fyrir afgangi hjá bæjarsjóði á árinu 2023 og að skuldaviðmið haldist áfram undir 100%. Sem fyrr leggjum við megin áhersluna á aðhald í rekstri og við gætum þess að auka ekki álögur á íbúa,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri. „Rekstrarumhverfið er krefjandi þar sem sveitarfélög hafa á undanförnum árum tekið að sér aukna félagslega þjónustu án þess að fjármagn hafi fylgt frá ríkinu. Við gætum þess þó að það komi ekki niður á metnaðarfullri þjónustu í Hafnarfirði en brýnt er að þetta misræmi verði lagað sem fyrst. Framundan er bjart í Hafnarfirði og ég er þess fullviss að sú mikla uppbygging sem nú á sér stað í bænum, með hraðri fjölgun íbúa og fyrirtækja, muni skapa mikil tækifæri til framtíðar.“
Fjárheimild til framkvæmda á árinu 2023 er rúmlega 7 milljarðar króna. Í fjárhagsáætlun er lögð áhersla á forgangsröðun í grunnþjónustu, svo sem umhverfismálum, samgöngum, íþróttaaðstöðu, húsnæðis- og fráveitumálum. Haldið verður áfram frágangi á nýbyggingarsvæðum víðs vegar um bæinn, svo sem malbikun, gerð stétta, stíga og leiksvæða og almennri grænkun svæða. Unnið verður að gatnagerð í nýju íbúðahverfi í Áslandi 4 og iðnaðarhverfi í Hellnahrauni 3. Unnið verður að endurgerð gatnamóta, gangstétta og gönguleiða í bænum og sérstakt fjármagn lagt í að efla hjólreiðaleiðir í sveitarfélaginu. Á næsta ári verður haldið áfram með stíginn við Kaldárselsveg og er áætlað að leggja hann alla leið í Kaldárbotna. Aldarafmæli Hellisgerðis er á næsta ári og er sérstöku fjármagni varið til þess að fegra garðinn. Fjármagn verður sett í að auka gróður í hverfum bæjarins, þar sem hugað verður að skjólmyndun og fegrun og átak verður í grænkun Valla.
Á þessu ári var boðið út nýtt knatthús á félagssvæði Knattspyrnufélagsins Hauka en áætlanir gera ráð fyrir að knattspyrnusalurinn verði tilbúinn í lok árs 2024. Þá var boðin út ný reiðhöll á félagssvæði Hestamannafélagsins Sörla og mun þeirri framkvæmd ljúka á næstu þremur árum. Fimleikafélag Hafnarfjarðar mun ljúka við gerð hybrid-knattspyrnuvallar á næsta ári og í Íþróttahúsinu við Strandgötu verður farið í lagfæringar á aðstöðu. Áætlað er að hefja endurgerð innanhúss í Sundhöllinni en sundlaugin verður 100 ára 2023. Þá verður farið í fjölmargar aðrar framkvæmdir á árinu 2023, m.a. í skólum, leikskólum, leiksvæðum og ferðamannastöðum, auk frekari uppbyggingar á Suðurhöfninni og framkvæmda Vatnsveitu og Fráveitu.
Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar er lögð fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 9. nóvember 2022. Fjárhagsáætlun nær til næsta árs auk þriggja ára áætlunar fyrir árin 2024-2026. Gert er ráð fyrir að síðari umræða og afgreiðsla fjárhagsáætlunar í bæjarstjórn verði miðvikudaginn 7. desember 2022.
Hér má kynna sér Fjárhagsáætlun og og málaflokkayfirlit 2023-2026.
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…
Nýsköpunarsetrið við Lækinn hefur fengið nýjan forstöðumann sem mótar nú starfsemina og stefnir á að vera kominn á fullt skrið…