Tímamót í fjármálum Hafnarfjarðarbæjar

Fréttir

Skuldahlutfall Hafnarfjarðarbæjar hefur ekki verið lægra síðan 1992 og voru engin ný lán tekin á árinu 2016 þrátt fyrir fjárfestingar m.a. í nýjum leikskóla. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins er jákvæð um 538 milljónir króna á meðan ársreikningur 2015 sýndi neikvæða rekstrarniðurstöðu um 512 milljónir króna. Breytt forgangsröðun og hagræðingar í kjölfar rekstrarrýni á árinu 2015 er að skila væntum árangri og um að ræða tímamót í rekstri Hafnarfjarðarbæjar.  

  •  Algjör viðsnúningur hefur orðið í rekstri Hafnarfjarðarbæjar – úr halla í afgang
  • Skuldaviðmið komið undir 150% – bærinn losnar undan eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
  • Skuldahlutfall Hafnarfjarðarbæjar var 169,6% í árslok 2016 samanborið við 194% í árslok 2015 og hefur ekki verið lægra í aldarfjórðung eða frá árinu 1992
  • Rekstrarkostnaður nánast óbreyttur á milli ára


Skuldahlutfall Hafnarfjarðarbæjar
hefur ekki verið lægra síðan 1992 og voru engin ný lán tekin á árinu 2016 þrátt
fyrir fjárfestingar m.a. í nýjum leikskóla. Rekstrarniðurstaða
sveitarfélagsins er jákvæð um 538 milljónir króna á meðan ársreikningur 2015
sýndi neikvæða rekstrarniðurstöðu um 512 milljónir króna. Breytt forgangsröðun
og hagræðingar í kjölfar rekstrarrýni á árinu 2015 er að skila væntum árangri
og um að ræða tímamót í rekstri Hafnarfjarðarbæjar.  

Ársreikningur
Hafnarfjarðarbæjar 2016 var lagður fram í bæjarráði Hafnarfjarðar í dag. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins
samkvæmt ársreikningi A og B hluta, var jákvæð um 538 milljónir króna og A
hluta jákvæð um 27 milljónir króna. Helstu
frávik eru að skatttekjur voru 657 milljónum króna hærri en áætlanir gerðu ráð
fyrir og hækkun lífeyrisskuldbindinga um 776 milljónum krónum umfram áætlanir,
auk 215 milljóna króna hækkunar sem var færð meðal óreglulegra liða.
Fjármagnsliðir eru um 732 milljónum krónum lægri en áætlun gerði ráð fyrir
vegna lægri verðbóta og niðurgreiðslu skulda. Rekstur málaflokka er í góðu
samræmi við fjárhagsáætlun. Mikill viðsnúningur hefur orðið í rekstrinum og
annar rekstrarkostnaður helst nánast óbreyttur frá fyrra ári eða rúmlega 7,4
milljarðar króna þrátt fyrir verðlagshækkanir. Útboð á ákveðnum þjónustuþáttum
eru m.a. að skila þessum árangri. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2016 nam 9.145 milljónum króna í
samanburði við 8.296 milljónir í árslok 2015 og veltufé frá rekstri A og B
hluta 3.634 milljónir króna eða 15,7% af heildartekjum í samanburði við 953
milljónir árið 2015. Skuldahlutfallið er nú 169,6% og hefur ekki verið lægra
síðan 1992 þegar það var 163%. Hæst var það árið 2009 eða um 294%. Engin ný lán
voru tekin á árinu 2016 og er það jafnframt í fyrsta sinn frá a.m.k. árinu 1992
sem engin ný lán eru tekin. Greiddar voru afborganir alls 2,1 milljarður
króna eða um 870 milljónir króna umfram afborganir samkvæmt lánasamningum. „Þessi ársreikningur er um margt sögulegur
fyrir sveitarfélagið og ljóslifandi dæmi um þá hagræðingu sem mögulegt er að ná
fram í opinberum rekstri. Faglegur undirbúningur aðgerða og samhent átak allra
hlutaðeigandi er lykillinn að árangri og nú tveimur árum eftir ítarlega úttekt
á rekstri sveitarfélagsins er árangur aðgerða orðinn mjög sýnilegur“
segir
Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar. Veltufé frá rekstri hefur aukist um 2.681 milljónir króna milli ára og
er lögð rík áhersla á að við höldum þessari vegferð áfram. Við höfum allt til
þess að bera hér í Hafnarfirði til að vera til fyrirmyndar í svo mörgu tilliti.“

segir Haraldur.

Fjárhagsstaða Hafnarfjarðarbæjar hefur styrkst verulega á
árinu og er skuldaviðmið í árslok 2016 komið í 148% og þar með undir 150%
skuldaviðmið samkvæmt reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum
sveitarfélaga. Frá árinu 2012 hefur Hafnarfjarðarbær verið undir sérstöku eftirliti
eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga og samkvæmt aðlögunaráætlun var
gert ráð fyrir að þetta hlutfall yrði komið undir 150% í árslok 2018. Betur
gekk að ná hlutfalli niður en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir og munu aðgerðir
komandi mánaða endurspegla áframhaldandi ábyrgð og festu í rekstri
sveitarfélagsins. Framkvæmdir við nýjan skóla í Skarðshlíð fara af stað á næstu
mánuðum sem fjármagnaðar munu verða með sölu á fjölbýlis- einbýlis-, rað- og
parhúsalóðum á sama svæði.  Frekari
úthlutun lóða í Skarðshlíð mun fara fram innan skamms tíma. Uppbygging á nýju
hjúkrunarheimili er þegar farin af
stað og hefur eftirspurn eftir atvinnulóðum á Völlum og við Hellnahraun,
Kapelluhraun og Selhraun margfaldast síðustu mánuði auk þess sem verið er að
skoða hvar fleiri möguleikar og tækifæri liggja til frekari uppbyggingar.

Ársreikning Hafnarfjarðarkaupstaðar 2016 er að finna HÉR

Ábendingagátt