Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
300 milljón króna afgangur af rekstri Hafnarfjarðarkaupstaðar
Samkvæmt tillögu að fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2016, sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar í dag, verður 300 milljón króna afgangur á A og B hluta. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði 15% af heildartekjum eða 3,3 milljarðar kr. en það er forsenda þess að árangur náist í að lækka skuldir bæjarins. Umbótum í rekstri og sparnaðaraðgerðum er ætlað að skila því að þjónustustig verði áfram óbreytt og svigrúm verði til niðurgreiðslu skulda. Skuldahlutfall Hafnarfjarðarbæjar verður samkvæmt áætlun 177% í lok árs 2016 en var 202% í árslok 2014 og 216% í árslok 2013. Erlendar skuldir bæjarins verða að stærstum hluta greiddar upp í árslok 2015 þannig að á árinu 2016 verða nær allar skuldir sveitarfélagsins í íslenskum krónum.
Áætlaðar eru miklar umbætur í rekstri Hafnarfjarðarbæjar. Sumar hafa þegar átt sér stað og aðrar koma til framkvæmda á næsta ári. Sem dæmi má nefna lækkun rekstrarkostnaðar með því að notast við útboð í ríkari mæli. Áætlunin gerir ráð fyrir hallalausum rekstri A hluta á næsta ári. Annað árið í röð er ekki gert ráð fyrir að vistgjöld á leikskólum hækki. Fasteignaskattur hækkar en á móti lækka vatns- og fráveitugjöld þannig að álögur á íbúa aukast ekki.
Í áætluninni er gert ráð fyrir að lóðaúthlutanir hefjist í byrjun árs í Skarðshlíð sem er nýtt íbúðahverfi á Völlunum. Einnig verður hafinn undirbúningur framkvæmda við nýjan leik- og grunnskóla í hverfinu. Söluandvirði lóða í hverfinu er ætlað að standa undir þeim kostnaði. Jafnframt er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist við byggingu hjúkrunarheimilis á byggingarreit við Sólvang. Gert er ráð fyrir að ljúka við byggingu nýs leikskóla, Bjarkarvalla, fyrir allt að 100 nemendur og starfsemi hans hefjist haustið 2016.
Gert er ráð fyrir að fara í átak við sölu iðnaðarlóða á Völlunum. Söluandvirði þeirra lóða verði nýtt til að greiða niður skuldir.
„Verði áætlunin samþykkt í þessa veru tel ég að búið sé að ná tökum á undirliggjandi vanda í rekstri bæjarfélagins. Sé rétt haldið á málum eru bjartir tímar framundan í Hafnarfirði. Það sem af er þessu ári hefur farið mikill tími í að endurskipuleggja reksturinn með það að markmiði að ná niður kostnaði, sem virðist ætla takast gangi þessi áætlun eftir. Nú er hægt að fara að snúa sér frekar að ýmsum öðrum málum sem hingað til hafa fengið minni athygli. Gangi áætlunin eftir mun skuldaviðmið Hafnarfjarðar verða komið niður fyrir þau 150% sem sveitarstjórnarlög kveða á um á árinu 2017“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri
Bæjarstjóri mun halda fund í Bæjarbíói kl. 20 þann 10. nóvember n.k. þar sem hann kynnir tillögu að fjárhagsáætlun.
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið og Hafnarborg yfir hátíðarnar. Einnig finna upplýsingar um sorphirðu.
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…