Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Elsta deild leikskólans á Norðurbergi hlaut í gær viðurkenningu fræðsluráðs Hafnarfjarðar árið 2016 fyrir fjölbreytt og áhugavert skólastarf fyrir elstu börn leikskólans. Áherslan í starfinu hefur verið á umhverfismennt og útikennslu.
Fjölbreytt nám sem ýtir undir þroska barna og tengingu þeirra við náttúruna
Elsta deild leikskólans á Norðurbergi, Lundur, hlaut í gær viðurkenningu fræðsluráðs Hafnarfjarðar árið 2016 fyrir fjölbreytt og áhugavert skólastarf fyrir elstu börn leikskólans. Áherslan í starfinu hefur verið á umhverfismennt og útikennslu. Starfsmenn hafa til viðbótar útináminu þróað smiðjuvinnu þar sem boðið er upp á tónlist, textílmennt og myndmennt.
Útikennslan í Lundi er afar fjölbreytt. Unnið er með börnunum í sérstökum verkefnum á lóðinni í kringum leikskólann auk þess sem farið er markvisst í svokallaðar hraunferðir, fræðsluferðir í hraunið fyrir framan Hrafnistu, þar sem börnin takast á við margvísleg verkefni sem taka til fjölbreyttra námssviða. Á lóð leikskólans er opið eldstæði sem starfsmenn og makar hlóðu fyrir nokkrum árum síðan. Eldstæðið er mikið notað við kennslu og þykir frábær viðbót við aðra þá möguleika sem nærumhverfið hefur upp á að bjóða. Viðurkenningin til Lundar snýr að því að börn þar fái fjölbreytt viðfangsefni í námi sem ýta undir þroska þeirra almennt og ekki síður undir tengsl þeirra og virðingu við náttúruna. Það voru Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðarbæjar og Rósa Guðbjartsdóttir, formaður fræðsluráðs sem afhentu starfsmönnum Norðurbergs viðurkenningu fræðsluráðs en tilnefning til viðurkenningar kom frá foreldrum barna við skólann.
Lágmarka notkun á plasti í daglegu lífi
Í byrjun júní fékk leikskólinn afhentan Grænfánann í sjöunda skiptið. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar um allan heim sem tákn um góða umhverfismennt og umhverfisstefnu í skólum. Fánann fá skólar í kjölfar verkefna sem eru ætluð til að efla vitund nemenda, kennara og fjölskyldna um umhverfismál. Í vetur vann leikskólinn með þemað „Neysla/plastneysla“. Markmið verkefnsins var að lágmarka alla notkun á plasti í daglegu lífi og gera börn og fullorðna meðvitaðri um skaðsemi þess fyrir umhverfið. Allir aldurshópar unnu í margskonar verkefnum yfir veturinn. Starfsmenn elstu barnanna fóru í samstarf við foreldra og/eða forráðamenn með lítið heimaverkefni. Öll börnin fengu gefins fjölnota poka og í hann safnað öllu því plasti sem kom inn á heimilið í þrjá daga. Í ljós kom að hver fjölskylda skilar frá sér rúmlega 29 kg af plasti á ári hverju. Í leikskólanum eru 137 fjölskyldur sem láta þá frá sér samanlagt u.þ.b. 4 tonn af plasti á ári. Hluti af verkefninu var að ræða hvað gæti komið í staðinn fyrir plast og hvort alltaf þyrfti að nota plast.
Allt frá árinu 2008 hefur fræðsluráð Hafnarfjarðarbæjar veitt 1-3 viðurkenningar á ári til einstakra skólaverkefna sem þykja til fyrirmyndar og einkennandi fyrir skapandi skólastarf í Hafnarfirði. Hin síðustu ár hafa fjölmörg verkefni hlotið viðurkenninguna, verkefni sem hafa haft frumkvæði, fagmennsku og ábyrgð að leiðarljósi og ýta undir samstarf, hagnýtingu og þróun í skólastarfi og kennslufræði. Markmiðið er að að minna á gildi og mikilvægi skólastarfs í Hafnarfirði.
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…
Hvað er betra en að kynnast sögunni á hlaupum? Nú eru aðeins tveir dagar í Kaldárhlaupið, 10 km hlaup í…