
Náttúruperla í suðurhlíðum Ásfjalls
Í hverfinu munu rísa um 550 íbúðir og er reiknað með að fjöldi íbúa verði um 1.400. Áhersla er lögð á að hverfið tengist innbyrðis með grænum svæðum eða trjábeltum. Í þessum beltum verða göngustígar og fjöldi af gróðursettum trjám sem mynda skjól og náttúrutengsl. Auglýsing á deiliskipulagi nýs hverfis og auglýsing á breytingu á aðalskipulagi Áslands 4 og 5 var staðfest á fundi bæjarstjórnar 9. febrúar 2022.
Lágreist sérbýli og lítil fjölbýlishús
Megináhersla í Áslandi 4 er á lágreistar sérbýlisíbúðir, einbýli, par- og raðhús auk lítilla fjölbýlishúsa með sérinngöngum og óverulegri sameign. Alls eru um 550 íbúðir, þar af um 200 í einbýlishúsum, um 130 í rað- og parhúsum og um 220 í litlum fjölbýlishúsum. Gert er ráð fyrir 3–4 deilda leikskóla. Stutt er í útivistarsvæðin við Hvaleyrarvatn auk skógræktar og fjölbreyttrar náttúru víðsvegar í upplandi bæjarins. Eitt af aðalmarkmiðum skipulagsins er að nýta vel einstakt útsýni til suðurs í átt að Helgafelli og Lönguhlíðum.
Íbúðahverfið er í framhaldi af hverfum báðum megin: Ásland 3 og ný íbúðahverfi í Skarðshlíð og Hamranesi. Svæðið markast af Ásfjalli með Mógrafarhæð sem stingst inn í svæðið frá norðri, íbúðarbyggð Áslands 3 í norðaustri, Ásvallabraut í austri og suðri og nýrri íbúðabyggð í Skarðshlíð og Hamranesi í vestri.
65 lóðir fyrir einbýli og 12 lóðir fyrir raðhús
Full byggt mun hverfið hýsa rúmlega 850 íbúðir eða 200 einbýlishús, 440 íbúðir í fjölbýlishúsum og um 210 rað- og parhús auk þess sem gert er ráð fyrir 3-4 deilda leikskóla. Áætlaður íbúafjöldi svæðisins í heild verður um 2.500. Í þessum fyrsta áfanga eru lausar til úthlutunar í Áslandi 4:
- 65 lóðir fyrir einbýli – þar af 25 einbýli á einni hæð og 40 einbýli á tveimur hæðum
- 12 raðhúsalóðir – með 3 til 5 íbúðum
Innviðir og þjónusta á svæðinu og nærliggjandi íbúðarsvæðum
- Leikskólar í Hamranesi, Skarðshlíð, Áslandi og Áslandi 4
- Grunnskólar í Hamranesi, Skarðshlíð og Áslandi auk þess sem ráðgert er að grunnskóli verði byggður í nýju Vatnshlíðarhverfi (næsta nýja hverfi)
- Heilsugæsla í Hamranesi
- Hjúkrunarheimili í Hamranesi
- Íþróttamiðstöð á Ásvöllum
- Ásvallalaug
- Í jarði á Áslandi 4 er afmarkaður reitur fyrir verslun og þjónustu sem á að þjóna Áslandi og Vatnshlíð til framtíðar. Afmarkaður reitur fyrir grunnskóla og leikskóla
- Nærtækust í dag er verslun, veitingar og þjónusta við Tjarnarvelli auk þess sem stutt er í þjónustu í öðrum hverfum
- Opnum leiksvæðum verður komið fyrir í grænum geirum skipulagsins
- Svæðið er tengt stofnbrautarkerfinu með tveimur tengingum á hringtorgum, þ.e. tenging miðsvæðis við Ásvallabraut nálægt hæstu legu hennar og önnur vestar nær Grófarlæk.
- Tvöföld Reykjanesbraut, mislæg gatnamót við Krýsuvíkurafleggjara og ný Ásvallabraut sem tengir ný íbúðarhverfi við Kaldárselsveg
- Aðgengilegt og öruggt stíga- og gatnakerfi er til þess fallið að örva fjölbreytta samgöngumáta. Áhersla er lögð á góðar tengingar við nálægar stofnbrautir og stofnstíga.
- Stígatengingar við nærliggjandi íbúðarsvæði og Áslandsskóla
- Gert er ráð fyrir tveimur biðstöðum almenningsvagna við Ásvallabraut. Skipulagssvæðið verður í innan við 800 m göngufæri frá stoppistöðvum. Við biðstöðvar verður gert ráð fyrir hjólastæðum
Hæðarblöð einbýlishúsalóðir
- 25.243.5 – Axlarás 1, 1G, 3, 5, 7 og Hryggarás 2. 2A, 4, 6, 8 og 10
- 25.243.6 – Axlarás 9, 9G, 11, 13, 15, 17, 19 og Hryggjarás 12, 14, 16, 18, 20 og 22
- 25.243.7 – Axlarás 21, 23, 25G, 27, 29, 31, 33, 35, 37, 39 og Hryggjarás 24, 26, 28, 30 og 32
- 25.243.8 – Hryggjarás 1, 1A, 3, 5, 7, 9, 11 og Virkisás 2, 2A, 4, 6, 8, 10, 12, 14
- 25.244.1 – Hryggjarás 13, 13G 13H, 15, 17, 19, 21 og Virkisás 16, 17, 17G, 18, 19, 20, 21, 22, og 25.
- 25.244.2 – Hryggjarás 23, 25, 27, 29, 31, 31G og Virkisás 26, 27, 28, 29, 30, 31, 32, 33, 33G og 34
- 25.244.4 – Virkisás 9, 11, 12, 15 og Vörðuás 9, 11, 12, 13, 15 15G, 16 og 18
Mæliblöð einbýlishúsalóðir
- 25.244.1 – Hryggarás 13, 13G, 13H 15, 17, 19, 21 og Virkisás 16, 17, 17G, 18, 19, 20,21,22 23, 24, og 25
- 25.244.2 – Hryggjarás 23, 25, 27, 29, 31, 31G og Virkisás 26, 27, 28, 29, 30, 31, 32, 33, 33G, og 34
- 25.244.4 – Virkisás 9, 11, 13, 15 og Vörðuás 9, 11, 12, 13, 14, 15, 15G, 16 og 18
- 25.243.5 – Axlarás 1, 1G, 3, 5, 7 og Hryggjarás 2, 2A, 4, 6, 8 og 10
- 25.243.6 – Axlarás 9, 9G, 11, 13, 15, 17, 19 og Hryggjarás 12, 14, 16, 18, 20 og 22
- 25.243.7 – Axlarás 21, 23, 25, 25G, 27, 29, 31, 33, 35, 37, 39 og Hryggjarás 24, 26, 28, 30 og 32
- 25.243.8 – Hryggjarás 1, 1A, 3, 5, 7, 9, 11 og Virkisás 2, 2A, 4, 6, 8, 10, 12, og 14
Mæliblöð Raðhúsalóðir
- 25.243.1 – Axlarás 2, 4, 6, 8, 10, 12, 14, 16, 18, 20, 22, 22G, 24, 26, 28 og 30
- 25.243.2 – Axlarás 32, 34, 36, 38, 40, 42, 44, 46, 48, 50, 52, 54, 56, 58, 58G, 60 ,62, 64 og 66
- 25.243.3 – Axlarás 68, 70, 72, 74, 76, 78, 80, 82, 84, 86, 88 og 88G
- 25.243.4 – Axlarás 90, 92, 94, 96, 98, 100, 102, 104, 106, 108, 110, 112, 114, 116 og 116
- 25.243.5 – Axlarás 1, 1G, 3, 5, 7 Hryggjarás 2, 2A, 4, 6, 8, og 10
- 25.243.6 – Axlarás 9, 9G, 11, 13, 15, 17, 19 og Hryggjarás 12, 14, 16, 18, 20 og 22
- 25.243.7 – Axlarás 21, 23, 25, 25G, 27, 29, 31, 33, 35. 37, 39 og Hryggjarás 24, 26, 28, 30 og 32
- 25.243.8 – Hryggjarás 1, 1A, 3, 5, 7, 9, 11 og Virkisás 2, 2A, 4, 6, 8, 10, 12 og 14
- 25.244.1 – Hryggjarás 13, 13G, 13H, 15, 17, 19 21 og Virkisás 16, 17, 17G, 18, 19, 20, 21, 22, 23, 24 og 25
- 25.244.2 – Hryggjarás 23, 25, 27, 29, 31, 31G og Virkisás 26, 27, 28, 29, 30, 31, 32, 33, 33G og 34
- 25.244.3 – Virkisás 1, 1A, 3, 5, 7 og Vörðuás 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8 og 10 og Mografarás 2.
- 25.244.4 – Virkisás 9, 11, 13, 15 og Vörðuás 9, 11, 12, 13, 14, 15, 16 og 18
- 25.244.5 – Mógrafarás 4 og 6