Upplýsingar vegna bólusetningar gegn COVID-19

Fréttir

Ítarlegar upplýsingar um bólusetningar og tölfræði vegna bólusetninga gegn Covid19 er að finna á covid.is. Þessi upplýsingasíða á Covid.is tekur breytingum eftir því sem nýjar upplýsingar berast um virkni og afhendingu bóluefna og framkvæmd bólusetninga.

Ítarlegar upplýsingar um bólusetningar og tölfræði vegna bólusetninga gegn Covid19 er að finna á vefnum covid.is eða hér. Þessi upplýsingasíða á Covid.is tekur breytingum eftir því sem nýjar upplýsingar berast um virkni og afhendingu bóluefna og framkvæmd bólusetninga.

Best er að nálgast allar upplýsingar á covid.is

Algengar spurningar og svör er að finna hér

Bólusetning gegn COVID-19 er hafin á Íslandi

Þau bóluefni sem notuð verða hér á landi við nýju kórónuveirunni (COVID-19) eru örugg og veita bestu mögulegu vernd gegn sjúkdómnum. Hraði bólusetninga ræðst af því hversu mikið magn bóluefnis kemur til landsins á hverjum tíma. Gert er ráð fyrir að í lok mars 2021 verði komið langt með að bólusetja alla eldri en 70 ára, en í þeim hóp er um 40.000 manns. Virkni allra bóluefna byggir á því að þau ræsa ónæmiskerfið þannig að það nái síðar meir að verja líkamann gegn ákveðnum sjúkdómi með því að þekkja þá sýklana sem honum valda. Á vef Lyfjastofnunar er hægt að kynna sér allt um bóluefni gegn COVID-19.

Markmið bólusetningar

Markmið bólusetningar við COVID-19 er að vernda fólk fyrir sjúkdómnum og ná upp hjarðónæmi sem hindrar útbreiðslu faraldursins. Hlutfall íbúa sem þarf að bólusetja til að ná hjarðónæmi fer eftir hversu smitandi veiran er. Nýir veirustofnar sem komið hafa fram nýlega eru taldir meira smitandi en fyrri stofnar en eru ekki allsráðandi í faraldrinum. Því er nokkur óvissa í útreikningum á því hlutfalli sem þarf að bólusetja til að ná hjarðónæmi en það er líklega á bilinu 60-80%.

Bólusetning er og verður gjaldfrjáls og engin/n verður skyldaður í bólusetningu.

‍Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð um röðun á þeim hópum sem fara fyrstir í bólusetningu vegna COVID-19. Dreifing bóluefna og skipulag bólusetningar er undir stjórn sóttvarnalæknis en framkvæmdin í höndum heilsugæslunnar og heilbrigðisstofnana.

Hermilíkan um áhrif bólusetninga

Forsætisráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið hafa þróað líkan um áhrif bólusetninga. Hermilíkan sem gerir það mögulegt að skoða líklegar sviðsmyndir um hvernig áhættustig vegna faraldursins breytist eftir því sem bólusetningum miðar áfram. Sjá hér 

Ábendingagátt