Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Undirbúningur er langt kominn fyrir uppsetningu útilífsmiðstöðvar fyrir neðan skátaheimilið við Víðistaðatún, meðal annars fyrir náttúrufræðitengd verkefni í samstarfi grunnskólanna í Hafnarfirði. Í aðstöðu miðstöðvarinnar eru þegar komin ýmis tól og tæki sem hægt verður að nota bæði við leik og í kennslu
Undirbúningur er langt kominn fyrir uppsetningu útilífsmiðstöðvar fyrir neðan skátaheimilið við Víðistaðatún, meðal annars fyrir náttúrufræðitengd verkefni í samstarfi grunnskólanna í Hafnarfirði. Í aðstöðu miðstöðvarinnar eru þegar komin ýmis tól og tæki sem hægt verður að nota bæði við leik og í kennslu. Bæjarblaðið Hafnfirðingur hitti eina af umsjónaraðilum verkefnisins, Guðrúnu Snorradóttur, sérkennara í Hraunvallaskóla.
Sýnabox til að setja í allskyns rannsóknarefni úr náttúrunni.Vogir.
Guðrún hefur kennt í Hafnarfirði síðan árið 2012 og flutti í bæinn fimm árum síðar. Fyrir tveimur árum fór hún í námsleyfi þar sem hún kynnti sér starfsemi Miðstöðvar útivistar og útináms í m.a. heilsueflandi fræðum í félagsmiðstöðinni Gufunesbæ í Reykjavík. „Þau eru með stóra útilífsstöð í skúr þar sem skíðabrekkan er í Árbænum. Þar er aðstaða með ýmsum gögnum og tækjum sem hægt er að nota m.a. í útikennslu,“ segir Guðrún og nefnir að einnig sé til Félag áhugafólks um útikennslu sem haldi stutt námskeið á vorin og haustin fyrir áhugasama á vegum Miðstöðvar útivistar og útináms. „Þau hafa gefið okkur verkefni og verið svakalega almennileg. Eina sem þarf til að gera þetta að veruleika er pláss fyrir tæki og tól og svo salerni með vask. Það sameinast hér í rúmgóðri aðstöðu sem skátarnir voru svo yndislegir að veita okkur. Þeir eru sérþjálfaðir í útsjónarsemi.“
Stækkunargler/smásjá.
Skordýragræja.
Verkefnið sé hugsað mjög vítt og í raun fyrir öll skólastig og, þegar horft sé fram í tímann, á fleiri stöðum í bænum. „Það fer eftir aðstæðum og aðstöðu á hverjum stað. Við byrjum hér við Víðistaðatún því þetta er miðsvæðis og samgöngur auðveldar. Við erum samt búin að lista upp svæði sem okkur langar að tengja inn í þetta og hafa þau helst nálægt skólunum, s.s þar sem stutt er í fjöru, tjörn og aðra slíka staði. Það getur verið svo mikið mál fyrir hvern og einn kennara að finna til allt sjálfur og þetta auðveldar allan undirbúning og framkvæmd. Skógræktin er búin að bjóða okkur stað líka, sem er frábært, og næsta útilífskista verður staðsett þar og við erum að skoða með samgöngur til og frá þeim stað,“ segir Guðrún.
Hér er dæmi um sitthvað sem hægt er grípa með sér í rannsóknarleiðangurinn.
Með Guðrúnu í undirbúningi verkefnisins eru Birna Dís Bjarnadóttir umsjónarkennari í Víðistaðaskóla og Hulda Sólveig Jóhannsdóttir, umsjónarkennari í Hvaleyrarskóla. „Það æxlaðist bara þannig að við bara röðuðumst saman í þetta. Þær eru alveg frábærar og svo er Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi einnig mjög áhugasamur um verkefnið og hvetjandi. Við ætlum að prófa aðstöðuna í mars og apríl og svo verður þetta kynnt almennilega í vor. Stefnt er á að allt verði komið á gott skrið á næsta skólaári.“ Meðal tóla og tækja sem komin séu í aðstöðuna eru skordýratangir, smásjár og smásjárglös, stækkunargler, sýnabox og vasaljós og einnig frisbí-diskar, því að á Víðistaðatúni er alvöru frisbígolfvöllur. „Við erum komin með smá verkefnabanka og það verða m.a. plöstuð blöð með verkefnum og leikjum í aðstöðunni. Verkefnin eru árstíðabundin. Það er t.d. hægt að grafa ofan í moldina og sækja eitthvað til að skoða betur eða nota til útivistar í þessum heilsueflandi bæ. Við vonum að þetta kyndi enn frekar undir útiveru, í námi og leik,“ segir Guðrún.
Áttavitar og ýmislegt fleira.
Endurhlaðanleg vasaljós.
Verið er að hanna upplýsingasíðu á vef Hafnarfjarðarbæjar, þar sem skráning mun fara fram og allar upplýsingar gerðar aðgengilegar fyrir notendur. Síðan er lyklahús með aðgangi á staðnum og því verður hægt að halda vel utan um aðgengi og umgengni.
Folfdiskar, enda er folfvöllur á Víðistaðatúni.
Sippubönd.
Boltar. Viðtal við Guðrúnu birtist í Hafnfirðingi 3. apríl 2021. Myndir/OBÞ
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…