Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Leikskólarnir hafa nú fengið hver sína eigin vefsíðu og öll lógó verið teiknuð upp á nýtt. Allt sem tengist hverju vörumerki er nú aðgengilegt í Hönnunarkerfi Hafnafjarðar.
Næsta skref í hönnun vefja leikskóla Hafnarfjarðar hefur verið stigið. Hver skóli á núna sína eigin lendingarsíðu á vef bæjarins, hafnarfjordur.is. Leikskólarnir í Hafnarfirði eru átján.
„Eftir stafræna byltingu leikskólamála, þar sem við tókum upp Völu, voru allir vefir leikskólanna lagðir niður. En eftir ítarlega þarfagreiningu var ákveðið að stafvæða innra starf leikskólanna og einfalda samskipti leikskóla við íbúa,“ segir Ingvar Högni Ragnarsson, verkefnastjóri stafrænna verkefna hjá Hafnarfjarðarbæ.
Fyrsta skrefið í skýrri upplýsingamiðlun við íbúa var að búa til einfalda og skýra upplýsingasíðu fyrir hvern og einn leikskóla. „Við fórum í allsherjarvinnu við að endurskrifa alla texta fyrir leikskólana. Hver og einn leikskóli leggur þar áherslu á einkenni sitt. Leikskólarnir eru ólíkir og þeir halda sérkennum sínum og kynna þar stefnu sína,“ segir hann.
„Hagnýtar upplýsingar voru svo samræmdar fyrir alla leikskólana. Það auðeldar okkur utanumhald. Með því að fara þessa leið þurfa leikskólarnir ekki sjálfir að halda úti vefjunum sínum heldur geta sinnt sínu faglega starfi. Við aðstoðum svo leikskólana með vefmálin. Þetta hefur reynst mjög vel,“ segir hann.
Á sama tíma og vefirnir voru sameinaðir undir hatti vefjar Hafnarfjarðarbæjar voru öll lógó leikskólanna endurteiknuð og gerð aðgengileg í hönnunarkerfi bæjarins. „Það skiptir máli því í stafrænum heimi helst lógó, texti og myndir aðgengileg í ólíkum tækjum. Þetta er tilbúið og allir leikskólar hafa fengið bréfsefni og annað í hönnunarkerfi,“ segir Ingvar.
„Það er mikil ánægja með þetta fyrirkomulag; þá sérstaklega einfaldleikann. Í þessari vinnu var líka farið í að stafvæða samskipti leikskólanna við stofnanir bæjarins. Sú vinna er í gangi og verður svo uppistaðan í kafla þrjú í þessari stafvæðingarvegferð leikskólanna.“
Ingvar segir að öll þessi vinna hafi verið unnin í nánu samstarfi við leikskólana og allur texti með Berglindi Ósk Bergsdóttur, sérfræðingi í textagerð. Lógóin hafi svo verið hönnuð í nánu samstarfi við hvern leikskóla. „Til að svona vinna gangi vel þarf gott samtal að vera til staðar og ég þakka öllu því góða fólki á leikskólunum sem tók þátt fyrir frábæra samvinnu.“
Mávurinn Auður; spjallmenni Hafnarfjarðarbæjar fékk athygli á ráðstefnu Skýs, Heitustu tölvumálin framundan, sem haldin var á dögunum.
Leikskólarnir hafa nú fengið hver sína eigin vefsíðu og öll lógó verið teiknuð upp á nýtt. Allt sem tengist hverju…
Saga Hafnarfjarðar hefur fengið nýja síðu á vef bæjarins. Vefurinn er afar vel heppnaður. Hann er með fróðleiksmolum um lykilatburði…
Workvivo hefur tekið við að Workplace sem innri samfélags miðill Hafnarfjarðarbæjar. Þetta er sérsniðinn miðill þar sem starfsfólk finnur allar…
Snjallmennið Auður hefur hafist handa á vef Hafnarfjarðarbæjar. Hafnarfjarðarbær er eitt allra fyrsta sveitarfélagið, ef ekki fyrst, til að fara…
Á síðasta ári höfum við markvisst stafvætt byggingaleyfaferilinn og unnið hefur verið ávinningsmat á verkefninu. Í stuttu máli hefur stafvæðingin…
Í lok síðasta árs urðu töluverðar breytingar á stafrænni þjónustu leikskóla Hafnarfjarðarbæjar. Nýr hugbúnaður var tekinn í notkun – Vala…
Skýrsla um umferð á vef Hafnarfjarðar fyrir árið 2023 hefur verið birt. Aldrei hafa áður jafn margir sótt vefinn á…
Stafrænt vinnuafl hefur tekið til starfa hjá Hafnarfjarðarbæ. Það líkir eftir aðgerðum starfsfólks, vinnur með núverandi kerfum bæjarins og losar…
Algjör umbreyting hefur orðið á vinnubrögðum í launa- og mannauðsmálum á síðustu árum hjá Hafnarfjarðarbæ. Stærstan þátt í þeim breytingum…