Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Mannauðsteymi Hafnarfjarðarbæjar stóð nýlega fyrir stjórnendadegi fyrir alla stjórnendur á þeim 73 starfsstöðvum sem heyra undir hatt sveitarfélagsins. Til fundar á Ásvöllum mættu rétt um 120 stjórnendur frá ólíkum starfsstöðvum sveitarfélagsins, hlýddu á fjölbreytt erindi og tóku þátt í vinnu tengda daglegum verkefnum og áskorunum í lífi og starfi stjórnandans.
Mannauðsteymi Hafnarfjarðarbæjar stóð nýlega fyrir stjórnendadegi fyrir alla stjórnendur á þeim 73 starfsstöðvum sem heyra undir hatt sveitarfélagsins. Til fundar á Ásvöllum mættu rétt um 120 stjórnendur frá ólíkum starfsstöðvum sveitarfélagsins, hlýddu á fjölbreytt erindi og tóku þátt í vinnu tengda daglegum verkefnum og áskorunum í lífi og starfi stjórnandans. Fundarstýring var í höndum Andra Ómarssonar verkefnastjóra menningar- og markaðsmála hjá Hafnarfjarðarbæ.
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar setti fundinn með hvetjandi orðum um mikilvægi heildarinnar og framlags hvers og eins ásamt því að ræða sérstaklega heildarstefnu Hafnarfjarðar til ársins 2035 og þá ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar að gerast heilsueflandi vinnustaður. Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri mætti til fundar með stjórnendahvatningu og viðraði m.a. þá hugmynd að taka jákvætt í allar hugmyndir og verkefni án þess að hugsa of mikið út í praktísk atriði strax í upphafi. Slík grunnhugsun geti skilað ótrúlega óvæntum og góðum árangri. Kristín Sigrún Guðmundsdóttir mannauðsstjóri ræddi við hópinn um mikilvægi starfsþróunar og þess að hver og einn starfsmaður efli og styrki sína eiginleika. Hulda Sólveig Jóhannsdóttir verkefnastjóri heilsueflandi vinnustaðar hjá Hafnarfjarðarbæ kynnti framkvæmd og fyrirkomulag verkefnis og ástæður þess að ákveðið var að fara f stað í þetta stóra verkefni. Hver og einn starfsstaður er í eðli sínu ólíkur og mun verkefnastjóri vinna náið með hverjum og einum stað við mótun heilsueflandi lausna og leiða.
Líney Árnadóttir og Sara Lind Brynjólfsdóttir frá Virk kynntu Streitustigann sem verkfæri til að greina hvort streita og álag sé til staðar á vinnustaðnum. Hrefna Hugosdóttir hjúkrunarfræðingur og starfsmaður Auðnast fræddi hópinn um EKKÓ málin sem taka til eineltis, kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni og ofbeldis. Sveinn Waage gerði tilraun til að sannfæra hópinn um að húmor í stjórnun virki í alvöru og sé eitt öflugasta heilsumeðal sem til er og flugbeitt verkfæri til að láta hlutina gerast og virka betur á vinnustaðnum og í lífinu almennt. Lind Einarsdóttir og Sigurður Óli Jónsson mannauðsráðgjafar lögðu svo raunverkefni fyrir hópinn tengd rýni á ferilskrám og ferli ráðningar sem leiðir vonandi til réttrar ákvörðunar um einstakling fyrir starf.
Það var svo enginn annar en bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2021, Friðrik Dór, sem sló botninn í innihaldsríkan stjórnendadag með nokkrum vel völdum lögum. Til stendur að halda árlega stjórnendadag Hafnarfjarðarbæjar ásamt styttri stjórnendafundum þess á milli þar sem málefni og áskoranir líðandi stundar eru rædd og hópurinn hvattur áfram.
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…