Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Stóra upplestrarkeppnin fór fram í Hafnarborg í gær þar sem fjöldi nemenda úr grunnskólum Hafnarfjarðar hlaut viðurkenningu fyrir vandaðan upplestur og framsögn. Hátíðin fagnar 20 ára afmæli sínu í ár.
Stóra upplestrarkeppnin fór fram í Hafnarborg í gær þar sem fjöldi nemenda úr grunnskólum Hafnarfjarðar hlaut viðurkenningu fyrir vandaðan upplestur og framsögn auk þess sem þeir þrír bestu voru verðlaunaðir sérstaklega. Húsfyllir var í Hafnarborg enda um að ræða hátíð sem er orðinn mikilvægur hluti af skóla- og foreldrasamfélagi um land allt. Hátíðin fagnar 20 ára afmæli sínu nú í ár og er hér um að ræða eitt langlífasta lestrarverkefni á Íslandi. Verkefni sem sprottið er upp af frumkvæði áhugafólks um eflingu íslenskrar tungu .
Fjórtán nemendur úr 7. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar tóku þátt í Stóru upplestrarkeppninni í ár og lásu þeir texta Bryndísar Björgvinsdóttur og Guðmundar Böðvarssonar, fyrirfram ákveðin ljóð og ljóð að eigin vali. Allir þessir fjórtán nemendur stóðu uppi sem sigurvegarar og fengu að gjöf bækur, sundkort og Átthagaspilið um Hafnarfjörð. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sá um afhendingu á viðurkenningum til nemenda fyrir frammistöðu þeirra. Dómnefnd valdi að lokum þrjá bestu upplesarana, þau Anton Fannar Johansen í Setbergsskóla (3. sæti), Mímir Kristínarson Mixa í Lækjarskóla (2. sæti) og Önnu Völu Guðrúnardóttur í Víðistaðaskóla (1. sæti). Verðlaun og viðurkenningar til þeirra afhenti mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson. Í dómnefnd sátu Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, Árni Sverrir Bjarnason, Hrefna Sigurjónsdóttir og Þórhallur Heimisson.
Veittar voru viðurkenningar fyrir boðskort hátíðar og smásögur í smásagnasamkeppni sem sett var af stað á Degi íslenskrar tungu í 8.-10. bekkjum grunnskólanna. Listamaðurinn ungi sem átti verðlaunamynd á boðskorti var Mattías Makusi Kata, nemandi í Lækjarskóla. Þrjár smásögur voru verðlaunaðar: Ekki er allt sem sýnist eftir Rakel Ósk Sigurðardóttir nemanda í 10. bekk í Hraunvallaskóla, Upprennandi Íslendingur eftir Rögnu Dúu Þórsdóttur nemanda í 10. bekk í Lækjarskóla og Sama hvað eftir Alexöndru K. Hafsteinsdóttur, nemenda í 10. bekk í Víðistaðaskóla sem hlaut fyrstu verðlaun. Sex skólar í Hafnarfirði tóku þátt í smásagnasamkeppninni í ár og bárust 22 sögur í keppnina. Efni smásagna var nokkuð frjálst en reyndust vinningssögurnar eiga það sammerkt að taka á einelti og fordómum. Nemendur í lúðrasveit Víðistaðaskóla settu hátíðlegan blæ á samkomuna í Hafnarborg með hressilegum lúðratónum, hljómsveit frá Tónhvísl með rokkuðum lögum og nemendur í 4. bekk í Öldutúnsskóla með talkór. Talkórinn hefur æft sig í allan vetur við flutning móðurmálsins og flutti saman ljóðið Orð eftir Þórarinn Eldjárn og mánaðaþulu eftir Kristján Hreinsson sem hann orti sérstaklega fyrir Litlu upplestrarkeppnina nú í ár.
Fyrsta upplestrarhátíðin var haldin í Hafnarfirði þann 4. mars 1997 og fljótt bættust fleiri bæjarfélög í hópinn. Síðustu 16 árin hafa allir nemendur í 7. bekk á landsvísu tekið þátt í keppninni. Markmiðið frá upphafi hefur verið að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði og skapa tækifæri fyrir kennara og foreldra að leggja markvissa rækt við einn þátt móðurmálsins, vandaðan upplestur og framburð. Hver skóli ákveður þátttöku að hausti og velur tvo fulltrúa á glæsilegum hátíðum innan skólanna til að taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni fyrir sína hönd. Landsvæðin taka sig svo saman og halda lokahátíð þar sem valdir fulltrúar koma saman og keppa fyrir hönd síns skóla.
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…
Hvað er betra en að kynnast sögunni á hlaupum? Nú eru aðeins tveir dagar í Kaldárhlaupið, 10 km hlaup í…