Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Umhverfis- og skipulagssvið Hafnarfjarðar hefur eftirlit með öllum greftri og framkvæmdum í landi bæjarins.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Umfangsmikil vinna hefur átt sér stað í Hafnarfirði sem tengist farsæld barna og samþættingu þjónustu.
Umfangsmikil vinna hefur farið fram í Hafnarfirði sem tengist farsæld barna og samþættingu þjónustu. Ný lög voru sett árið 2021 um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Þessi lög eru ný nálgun að samþættingu þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Það þýðir að mörg kerfi vinni saman og finni þau úrræði sem henta hverju barni.
„Innleiðing laganna er stórt og mikið verkefni sem krefst nýrrar nálgunar að þessu málefni. Framkvæmdin er flókin og setur kröfur á að leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar, stjórnsýsla, barnavernd, lögreglu og aðrir utanaðkomandi þjónustuveitendur auk þess að heilsugæslan vinni saman að velferð barna í Hafnarfjarðarbæ,“ segir Erla Björg Rúnarsdóttir, deildarstjóri samþættingarþjónustu barna og ungmenna hjá Hafnarfjarðarbæ. Hún stýrir innleiðingu verkefnisins hjá bænum.
Sérfræðingar Hafnarfjarðabæjar kortlögðu ferla sína, rýndu umsóknir og eyðublöð sem höfðu verið í notkun.
„Stefnan var sett á að teikna upp einfalda og skýra ferla. Ný stöðugildi og nýjar starfslýsingar voru útbúnin fyrir tengiliði farsældar. Handbækur voru búnar til sem leiðbeiningar fyrir alla hagaðila sem koma að velferð barns og samþættingar þjónustu,“ segir Erla Björg
„Handbækurnar sem slíkar fara yfir ferli farsældar en einnig hvernig ferlið er innan Hafnarfjarðar, útfylling gagna og margt fleira. Hafnarfjörður er fyrsta sveitarfélagið til að ráða tengiliði farsældar með sérstaka starfslýsingu í 50% starfshlutfall í grunnskóla bæjarins,“ segir hún.
Allir leik- og grunnskólar kortlögðu og skráðu öll úrræði sem eru í boði hjá þeim fyrir börn og forsjáraðila. Það sama gerði starfsfólk innan stjórnsýslunar vegna úrræða sem eru á vegum sveitarfélagsins eða þriðja aðila. Hafnarfjörður hefur fyrst allra sveitarfélaga birt opinberlega alla úrræðalista grunn- og leikskóla ásamt úrræðum á vegum Hafnarfjarðar.
Ingvar Högni Ragnarsson, verkefnastjóri stafrænna verkefna, vann svo að vefferlum og framsetningu í samstarfi við Mennsk og Avista.
Ingvar lýsir því hvernig þjónustunni er skipt í þrjú stig. Innan hvers stig geti þjónustan eða úrræðin sem beitt sé verið á mismunandi þrepum.
„Þjónustan getur flætt milli skóla, stjórnsýslunnar og þriðja aðila svo ferlar verða að vera skýrir og vinnulagið vel skipulagt,“ segir hann.
„Sýnin er skýr en úrvinnsla samþættingar getur fljótt orðið flókin og margar spurningar vaknað, því taka þarf tillit til barna, forráðamanna og sérfræðinga.“
Til að auðvelda starfsfólki og íbúum Hafnarfjarðar skilning á samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna réðst Hafnarfjörður í gerð plakata sem útskýrir þjónustuna með einföldum hætti á myndrænan hátt. Með einum smelli er hægt að nýta sér QR – kóða og heimsækja vef Hafnarfjarðar og lesa sig frekar til um efnið.Hér má sjá plakat sem skýrir verkferla á einfaldan máta.
Ítarlegra plakat var einnig gert til að búa til einfalda myndræna skýringu á farsæld barna fyrir starfsfólk og sérfræðinga.Hér má sjá plakat sem skýrir ferlið fyrir starfsfólki.
Nýr vefur var hannaður með einföldum og skýrum leiðbeiningum fyrir íbúa Hafnarfjarðar og þá sem vilja fræðast um fyrstu skref samþættingar þjónustu og þau úrræði sem standa til boða. Ingvar Högni leiddi þá vinnu.
Ferlið hefur verið afar flókið því gögn eru flutt á milli skólastiga og stjórnsýslu og stundum til þriðja aðila. Gögn hafa verið á pappír og geymd í möppum og skjalaskápum eða stafrænt í bland. Starfsfólk að vinna í ólíkum málakerfum og því öll umsýsla afar þung, hæg og flókin. Þarna var augljóst tækifæri til umbóta.
„Hafnarfjörður, Árborg og Akranes hafa unnið saman að innleiðingu farsældar barna því samhliða innleiðingu þessara laga hafa þau verið að innleiða nýtt málakerfi sem skapar tækifæri til samvinnu og samlegðaráhrifa öllum til hagsbóta. Unnið hefur verið hörðum höndum að samræmingu á vinnslu mála, uppsetningu umsókna og hvernig deilingu gagna er háttað,“ segir hann.
Ingvar Högni segir að það verði mikil bylting fyrir íbúa og starfsfólk þegar allir vinni í sama kerfinu. „Öll gögn og upplýsingar munu flæða áreynslulaust á milli og öll vinnsla verður með rafrænum hætti,“ segir hann. Allir leik- og grunnskólar ásamt fjölskyldu- og barnamálsviði og mennta- og lýðheilsusviði verði núna í sama málakerfi.
„Þetta verður bylting fyrir umsýslu og vinnslu mála sem unnin eru í samþættingu þar sem allar umsóknir og eyðublöð verða rafræn. Þessari vinnu er ekki lokið en stefnt er að því að ljúka henni á seinni hluta ársins 2026.“
Erla Björg segir framtíðina bjarta í Hafnarfirði þegar kemur að velferð barna. „Það er að verða til góður grunnur með frjóum jarðvegi. Verkefnið á bara eftir að vaxa og dafna og hlökkum við mikið til að geta tryggt rétt allra barna að þjónustu, þar sem öll fá að njóta sín á eigin forsendum.“
Myndatexti: Myndir hér fyrir neðan frá degi tengiliða og samþættingar sem haldinn var í október.
Sett verður upp listasmiðja í um 70 fermetra rými í Læk, sem athvarf fyrir einstaklinga með geðrænan vanda. Forstöðumaður Lækjar,…
624 sykurpúðar voru grillaðir í boði Bókasafnsins á varðeldi á Byggðasafnstorginu í aðdraganda jóla. Björn Pétursson bæjarminjavörður fer yfir hápunkta…
Bæjarstjóri skoðaði nýja fjölbýlishúsið að Suðurgötu 44 og segir það fallegt dæmi um þéttingu sem eykur gæði hverfisins og virðir…
Útnefning bæjarlistamans Hafnarfjarðar fyrir árið 2026. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum ábendingum sem menningar- og ferðamálanefnd mun hafa til…
Aðsókn á viðburði á Bókasafninu jókst um 81% milli ára. Hátíðin Heimar og himingeimar sprakk út og sóttu 10 þúsund hana.…
Hafnarfjarðarbær hefur fengið 8.185.000 króna styrk frá barna- og menntamálaráðuneytinu til að efla íslenskukunnáttu, sjálfstraust og þátttöku starfsfólks hafnfirskra leikskóla í samfélaginu.
Ráðherra, bæjarstjóri og framkvæmdastjóri Vigdísarholts skáluðu í kakói með rjóma við undirritun á samkomulagi um byggingu og rekstur nýs 108…
Hafnarfjarðarbær hefur samþykkt að veita Brynju leigufélagi stofnframlag til kaupa á 16 íbúðum til úthlutunar fyrir öryrkja. Íbúar í Hafnarfirði…
Gestafjöldi í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar, jókst um 14% milli ára. Fjölbreytt ár framundan í breyttum miðbæ Hafnarfjarðarbæjar.