Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Í ljósi atburða síðustu daga og vikna er varðar heimsfaraldur Covid-19 og með hliðsjón af fyrirliggjandi upplýsingum frá landlækni gæti útbreiðsla veirunnar orðið til þess að valda erfiðleikum í veitingu þjónustu og skapað skyndilegt álag á vissum svæðum. Mikilvægt er að allir aðilar sem hafi með höndum þjónustu og ráðgjöf við einstaklinga séu með áætlun um aðgerðir til að lágmarka smit á milli fólks en einnig til þess að lágmarka rof í þjónustu og þá sérstaklega þjónustu við viðkvæmustu hópa samfélagsins.
Félagsmálaráðuneytið fer með yfirstjórn málefna margra viðkvæmustu hópa samfélagsins og má þar helst nefna málefni fatlaðs fólks og málefni aldraðra en einnig mál er varða barnavernd. Félagsþjónusta sveitarfélaga heyrir undir félagsmálaráðuneytið sem hefur eftirlit með því að sveitarfélögin veiti lögbundna þjónustu. Verkefni félagsþjónustunnar eru meðal annars almenn félagsleg ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, húsnæðismál, málefni aldraðra, félagsleg heimaþjónusta, málefni fatlaðs fólks og málefni barna og ungmenna, þar með talin vinnsla samkvæmt barnaverndarlögum. Einnig eru félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir sem hafa með höndum þjónustu og ráðgjöf við einstaklinga sem tilheyra ofangreindum hópum.
Í ljósi ofangreinds hafa félags- og barnamálaráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, stofnað viðbragðsteymi um þjónustu við viðkvæma hópa í samvinnu við Almannavarnir. Viðbragðsteymið er skipað fulltrúum fyrrgreindra aðila ásamt fulltrúum sveitarfélaga og gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar og mun teymið starfa í náinni samvinnu við aðila sem sinna hagsmunagæslu og/eða þjónustu við viðkvæma hópa. Teymið hefur það hlutverk að safna og miðla upplýsingum, meta stöðu sem upp getur komið og eftir atvikum bregðast við áhrifum Covid-19 faraldursins á mikilvæg þjónustukerfi á landsvísu, m.a. ef upp kemur sú staða að ekki sé hægt að veita lágmarksþjónustu til tiltekinna hópa eða einstaklinga til skemmri eða lengri tíma. Markmiðið er að tryggja eins og frekast er unnt nauðsynlega þjónustu fyrir þá sem mest þurfa á henni að halda.
Ríki og sveitarfélög hafa þá samhliða þessum aðgerðum ákveðið að settur verði upp viðbragðssjóður sem muni, ef þörf sé á, veita svigrúm til nauðsynlegra aðgerða vegna áhrifa Covid-19 faraldursins í félagsþjónustu sem og í sértækari þjónustu við viðkvæma hópa.
Fyrirsjáanlegt er að þjónustuaðilar er sinna mikilvægri þjónustu við viðkvæma hópa muni á næstunni þurfa að takast á við mönnunarvanda vegna COVID–19 veirunnar. Sökum þess hafa aðilar að þessari yfirlýsingu ákveðið að farið verði að fordæmi heilbrigðisyfirvalda sem nýlega komu á fót bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu og setja upp svokallaða bakvarðasveit í velferðarþjónustu þar sem einstaklingar geta skráð sig á lista hafi þeir tök á að ráða sig tímabundið, hvort sem er í fullt starf eða tímavinnu. Óskað er eftir fólki sem getur starfað í þjónustu við fatlað fólk, aldraða, heimilislausa, börn með sértækar stuðningsþarfir, barnavernd og fjárhagsaðstoð. Reynsla af störfum í velferðarþjónustu er kostur en ekki skilyrði. Hæfniskröfur taka mið af viðkomandi starfi.
Félagsmálaráðuneytið hefur útbúið rafrænt skráningarform í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir þá sem eru reiðubúnir að skrá sig í bakvarðasveitina. Fólki gefst kostur á að skrá sig í tímavinnu, hlutastarf eða fullt starf allt eftir því hvað hentar viðkomandi. Laun taka mið af kjarasamningi/stofnanasamningi viðkomandi stéttarfélags á þeirri starfstöð sem um ræðir hverju sinni.
Yfir fimmtíu þúsund hafa nú stigið inn á Thorsplan og notið Jólaþorpsins með okkur. Nú hefst sjötta og síðasta helgi…
Félagsskapur Karla í skúrum hefur vaxið og dafnað allt frá því hann var stofnaður 2018 – fyrst hér í Hafnarfirði.…
Stór dagur var hjá Miðstöð vinnu og virkni í gær. Þórdís Rúriksdóttir, forstöðumaður Miðstöðvarinnar, segir að þótt dagurinn hafi verið…
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…