Vetrarfrí 24. og 25. október. Komdu út að leika!

Fréttir

Vetrarfrí er í grunnskólum, tónlistarskóla og að hluta til í leikskólum Hafnarfjarðar með tilkomu skráningardaga fimmtudaginn 24. október og föstudaginn 25. október nk. Af því tilefni er meðal annars frítt í sund fyrir börn og fullorðna í Ásvallalaug, Suðurbæjarlaug og Sundhöll Hafnarfjarðar þessa tvo daga.

Vetrarfrí í vikulok

Ýmsir skemmtilegir viðburðir verða fyrir alla fjölskylduna í vetrarfríi grunnskólanna, tónlistarskóla og að hluta til í leikskólum Hafnarfjarðar með tilkomu skráningardaga, dagana 24. og 25. október. Meðal annars verður frítt í sund fyrir börn og fullorðna þessa tvo daga í Ásvallalaug, Suðurbæjarlaug og Sundhöll Hafnarfjarðar. Við bendum á að frístund er lokuð þessa tvo vetrarfrísdaga. Þessir tveir dagar eru einnig skráningardagar í leikskólanum og minnum við foreldra á það.

Fimmtudagur 24. október

  • Öll fjölskyldan fær FRÍTT Í SUND frá kl. 6:30-22 í Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug og í Sundhöllinni til kl. 21

 

Hafnarborg

  • Frjáls listsköpun – teikning og litir. Listasmiðja fyrir grunnskólabörn, kl. 13:00-15:00. Boðið verður upp á létta stemningu þar sem þátttakendur smiðjunnar geta komið saman og teiknað í samvinnu hvert við annað. Unnið verður sameiginlegt listaverk, með spunakenndum hætti, og myndast þannig ein stór teikning. Leiðbeinandi er Sigurður Ámundason.

 

Bókasafn Hafnarfjarðar

  • Fjölskyldusmiðja fyrir 6 ára og eldri – 15:00 – 17:00. List, náttúra og sköpunargleði blandast saman í þessari skemmtilegu smiðju fyrir hressa krakka og foreldra. Þema dagsins eru Skrímsli og forynjur.
  • Skynjunarleiksmiðja Plánetu – 15:00 – 16:30. Við bjóðum litlum krílum að koma í þroskandi og örvandi samverustund, þar sem þau geta leikið og kannað heiminn á litríkan og skemmtilegan máta með öðrum börnum.

 

Byggðasafn Hafnarfjarðar

  • Ratleikur í Pakkhúsinu – 11:00 – 15:00. Upplagt fyrir fjölskyldur að heimsækja safnið með ratleikinn sem leiðarvísi.
  • Barnaleiðsögn í Pakkhúsinu – 12:00.

 

Nýsköpunarsetrið við Lækinn 17:00 – 22:00

  • Spunaspil fyrir 15-16 ára! Húsið opnar klukkan 17:00 og hefst spilamennskan klukkan 18:00.  Öll velkomin.

 

Föstudagur 25. október

  • Öll fjölskyldan fær FRÍTT Í SUND frá kl. 6:30-20 í Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug og í Sundhöllinni til kl. 21

 

Hafnarborg

  • Hrekkjavöku-origami. Listasmiðja fyrir grunnskólabörn, kl. 13:00-15:00. Í smiðjunni fá þátttakendur að kynnast listinni að búa til origami, eða pappírsbrot, að japanskri hefð. Þá munu gestir læra að brjóta og móta pappírinn svo að í ferlinu verða til skuggalegar skreytingar í anda hrekkjavöku. Leiðbeinendur eru Yasuka Kawakami og Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir. Leiðbeinendur smiðjunnar tala íslensku, ensku og japönsku.

 

Bókasafn Hafnarfjarðar

  • 13:00 – Bíósýning fyrir yngri hópinn í fjölnotasal
  • 13:00-17:00 – Ratleikur og sjálfstýrandi smiðja á barnadeild fyrir krakka á öllum aldri

 

Byggðasafn Hafnarfjarðar

  • Ratleikur í Pakkhúsinu – 11:00 – 15:00. Upplagt fyrir fjölskyldur að heimsækja safnið með ratleikinn sem leiðarvísi.

 

Laugardagur 26. október

Bókasafn Hafnarfjarðar

  • 13:00-16:00 – Ratleikur og sjálfstýrandi smiðja á barnadeild fyrir krakka á öllum aldri

 

Að auki hefur Heilsubærinn Hafnarfjörður tekið saman heilt stafróf af hugmyndum að fjölmörgu spennandi og skemmtilegu sem fólk getur tekið sér fyrir hendur heimavið eða í næsta nágrenni. Þar er hægt að nálgast fullt af hugmyndum að einhverju nýju og öðruvísi að gera einn eða með fjölskyldunni. Hér á vefnum er einnig hægt að nálgast lista yfir sérstæð náttúrufyrirbrigði og áhugaverða staði og fjölda göngu- og hjólaleiða sem liggja um Hafnarfjörð.

 

Heilsubærinn Hafnarfjörður býður börnum og fjölskyldum þeirra að taka þátt skemmtilegu bingói í vetrarfríinu en þar má finna góðar hugmyndir að skemmtilegri og fjölbreyttri afþreyingu um allan Hafnarfjörð fyrir alla fjölskylduna.

 

Heilsubærinn Hafnarfjörður óskar íbúum og vinum Hafnarfjarðar gleðilegs vetrarfrís!

 

Ábendingagátt