Vetrarríki – öll tiltæk tæki við mokstur
Hátt í 20 sentimetrar af snjó féllu í nótt og undir morgun. Unnið hefur verið að mokstri og hálkuvörnum í Hafnarfirði á vöktum alla helgina. Öll tiltæk tæki bæjarins fór út snemma í morgun auk þess sem verktakar voru kallaðir til eins og alltaf er gert á álagstímum. Strax í gær var hafist handa við að moka snjó burtu úr hverfunum með hjólavélum og vörubílum. Þeirri vinnu verður einnig haldið áfram í dag.
Förum að öllu með gát í snjónum og fallega veðrinu
Hátt í 20 sentimetrar af snjó féllu í nótt og undir morgun. Unnið hefur verið að mokstri og hálkuvörnum í Hafnarfirði á vöktum alla helgina. Öll tiltæk tæki bæjarins fór út snemma í morgun auk þess sem verktakar voru kallaðir til eins og alltaf er gert á álagstímum.
Götum er skipt upp í forgangsröðun
Götum er skipt upp í forgangsröðun þar sem aðalgötur eru teknar fyrst, strætóleiðir, leiðir að skólum og leikskólum og varasamir staðir, brekkur og fleira. Eftir að búið er að ná flæði umferðar á þessum götum þá er farið í snjómokstur á húsagötum og öðrum minni götum. Verktakar eru að störfum í tíu hverfum bæjarins og fimm tæki að sinna mokstri á gönguleiðum í forgangi og önnur fimm á stofnanalóðum. Strax í gær var hafist handa við að moka snjó burtu úr hverfunum með hjólavélum og vörubílum. Þeirri vinnu verður einnig haldið áfram í dag. Ábendingar varðandi snjómokstur og hálku skulu berast í gegnum ábendingagátt bæjarins. Senda inn ábendingu
Allt um snjómokstur og hálkuvarnir
Sorphirða komin á áætlun
Íbúar eru hvattir til að moka frá sorpgeymslum sínum til að greiða leið sorphirðufólks að tunnunum þannig að hægt sé að tryggja að þær séu tæmdar. Þessi skilaboð eiga líka við þau heimili sem eru með djúpgáma. Ef aðgengið að tunnunum er ekki greiðfært þegar sorpbílar eru á ferð um hverfið eru tunnurnar ekki tæmdar fyrr en við næstu losun samkvæmt sorphirðudagatali. Takk fyrir skjót viðbrögð!