Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, hefur fjölbreytt og gefandi verkefni á sinni könnu. Hann hefur starfað að æskulýðsmálum í bænum síðan 1988 og þekkir þau ekki bara manna best, heldur skín einlægur áhugi hans á velferð barna og unglinga í öllu sem hann sinnir í starfinu.
Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, hefur fjölbreytt og gefandi verkefni á sinni könnu. Hann hefur starfað að æskulýðsmálum í bænum síðan 1988 og þekkir þau ekki bara manna best, heldur skín einlægur áhugi hans á velferð barna og unglinga í öllu sem hann sinnir í starfinu. Bæjarblaðið Hafnfirðingur ræddi við Geir.
Starfssvið Geirs spannar heildarforvarnir bæjarins, Heilsubæinn Hafnarfjörð, íþrótta-, æskulýðs og tómstundamálin. Hann segir að núverandi fyrirkomulag markist og ráðist af samlegðaráhrifum s.s. að gott íþróttastarf sé um leið gott forvarnastarf. „Stjórnkerfislega liggja þessi verkefni hjá mér en svo er ég með nefndir og ráð sem eru mitt pólitíska bakland. Íþrótta- og tómstundanefnd tekur ákvarðanir tengdar því, svo er stýrihópur varðandi heilsuverkefnið og bæjarráð varðandi uppbyggingu og rekstur íþróttamannvirkja. Markmiðið í sjálfu sér er alltaf að búa til góða umgjörð og leiðarljós fyrir krakkana okkar, til að þau hafi gott aðgengi að tómstundastarfi, sama hvort það heitir tónlistarskóli, skátar eða íþróttir,“ segir Geir.
Erlend börn upplifi íslenskan veruleika
Undanfarin ár hefur Hafnarfjarðarbær breikkað afslátta-/tómstundastyrkjakerfið og hækkað aldur þátttakenda í átján ár. Geir segir það hafa gefið góða raun og eina sem óskað hefur verið eftir og ekki verið hægt að bæta við enn sem komið er, er tungumálakennsla fyrir nýbúa. „Það er ekki tómstund og því ekki í okkar umsjá. Hins vegar er margt annað í boði og hreyfing er ekki lykilatriði.“ Verið sé að reyna að ná til barna af erlendu bergi brotnu. Þau komi mörg frá löndum þar sem misjöfn áhersla er lögð á íþróttir og tómstundir samhliða skóla. „Það geta verið fjárhagslegar ástæður, tengslanet eða erfitt að komast milli staða. Við viljum finna leiðir til að leyfa þeim að prófa námskeið án endurgjalds í kannski hálft ár. Til þess að þau snerti íslenskan raunveruleika og læri betur á samfélagið. Þetta má ekki vera dýrt og óaðgengilegt og eins og staðan er í dag þá er fernt sem hægt er að iðka án kostnaðar, því 4500 króna styrkurinn nægir. Það eru skátar, golf, borðtennis og badminton.“
Rafíþróttir mikilvægarGeir tekur fram að framlag Hafnarfjarðarbær sé jákvætt og hvetjandi, reynt sé að samræma aðgerðir og ýta undir einstaklingsframtakið á sem víðtækustu sviði til að auka fjölbreytni og virkja samfélagið til aðgerða. Þannig stýrist framboð verkefna af áhuga og krafti. „Það er mikið og öflugt starf í gangi innan Hafnarfjarðar. Við erum t.a.m. með Ungmennahúsið Hamarinn og viljum hafa þar rafíþróttasvæði fyrir þá sem eru finna sig ekki í öðrum tómstundum. Við eigum að ná til allra, ekki bara afreksfólksins. Tölvuleikir sem stundaðir voru heima í einrúmi voru þannig dregnir upp á yfirborðið og viðurkenndir sem rafíþróttir og eru orðnar hluti af íþróttasamfélaginu. Það er svo mikilvægt að koma þessum félagslegu áhrifum í starfið. Rafíþróttafélögin sinna mjög góðu starfi og búa til íþróttaliðsheild sem þessir krakkar verða hluti af.“
Frábær kynslóð af ungu fólki
Eftir að hafa lifað og hrærst í félagsmálum síðan 1988 og haft þannig ágætan samanburð segir Geir að ungmenni í dag lifi heilsusamlegra lífi en t.d. fyrir 20 árum. „Það hafa alltaf verið vandamál tengd kvíða og geðheilsu en bara ekki eins mikið á yfirborðinu og nú. Í dag taka börn þátt í svo mörgu og nota síður fíkniefni. Það er að vaxa upp frábær kynslóð af ungu fólki. Þótt PISA könnun segi sitthvað um lestur og lesskilning, þá er svo margt annað sem skiptir líka máli og við höfum helst áhyggjur af félagslega þættinum. Við viljum ná til þessara 4-5% sem virðast hafa það alls ekki nógu gott og virkja þau í æskulýðs- og tómstundastarf. Það hafa allir gott af samskiptum og hreyfingu.“
Forvarnir byrja hjá fjölskyldunni
Geir vill að lokum taka sérstaklega fram að ástand miðbæjarhópa hafi verið mjög gott í vetur. „Það er einn mælikvarði á að æskulýðsstarfið sé að skila raunverulegum árangri. Hópamyndun var mest við Fjörð og svo bólur hér og þar um bæinn. Einn af hápunktunum í mínu starfi er að sjá þennan árangur. Foreldrarölt út frá hverjum skóla styrkja líka böndin og skila mikilvægu hlutverki. Þegar foreldrar hugsa vel um nærumhverfið og börnin sín og næra þau af athygli og alúð með virkum samskiptum, þá er grunnurinn góður. Það er svo sveitarfélagsins að tryggja fjölskylduvænt umhverfi sem hefur einnig jákvæð áhrif á lífsstíl barna og unglinga,“ segir Geir að lokum.
Fuglaflensa hefur greinst á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélagsins hefur samið við Dýraþjónustu Reykjavíkur um að fjarlæga dauða fugla. Meindýraeyðar þurfa staðsetningu…
Drög að nýrri umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjörð liggja fyrir. Kallað er eftir þátttöku íbúa í rýni á drögum og…
Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum…
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…