Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hafnarfjarðarbær kynnti nýlega tímamótaskref í eflingu og þróun á leikskólastarfi sveitarfélagsins með ákvörðun um aukinn sveigjanleika og aukið samræmi milli fyrstu skólastiganna. Þannig hefur leikskólastarfið verið fært nær starfi grunnskólanna bæði í skipulagi skólaársins og vinnutíma.
Helga Stefánsdóttir, Hildur Sigþórsdóttir og Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir eiga allar það sameiginlegt að vera öflugir og metnaðarfullir stjórnendur og fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar á sviði umhverfis- og skipulagsmála, fjármála, dagvistunar og menntamála. Helga og Jenný hafa starfað hjá sveitarfélaginu til fjölda ára og búa að gríðarlegri reynslu og þekkingu en Hildur er nýr og ungur stjórnandi sem ber með sér ferska vinda og sér tækifæri til umbóta og vaxtar í hverju horni og þá ekki síst á sviði stafrænnar þróunar. Viðtal við þær birtist í sérblaði Fréttablaðsins um konur í atvinnulífinu miðvikudaginn 26. janúar sem gefið var út í samstarfi við FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu.
Viðtal við Helgu Stefánsdóttur
Viðtal við Hildi Sigþórsdóttur
„Mikilvægur grunnur og vegvísir barna okkar til framtíðar er lagður innan leikskóla landsins með faglegu og skapandi starfi,“ segir Jenný Dagbjört Gunnarsdsóttir, þróunarfulltrúi leikskóla hjá Hafnarfjarðarbæ. Jenný vann sem leikskólakennari og leikskólastjórnandi í 21 ár áður en hún byrjaði í núverandi starfi fyrir tæpum áratug og er hún nú tengiliður leikskólastjóra og starfsfólks 16 leikskóla í bænum við miðlægan stuðning á sviði mennta og lýðheilsu. „Ég á í miklu og virku samtali og samstarfi við kollega á sviðinu og m.a. þar kvikna hugmyndir að framþróun, lausnum og leiðum sem eru málaflokknum til framdráttar. Hafnarfjarðarbær er leiðandi á svo mörgum sviðum og þar held ég að þessi virka hlustun skipti miklu máli og að láta verkin tala.”
Hafnarfjarðarbær kynnti nýlega tímamótaskref í eflingu og þróun á leikskólastarfi sveitarfélagsins með ákvörðun um aukinn sveigjanleika og aukið samræmi milli fyrstu skólastiganna. Þannig hefur leikskólastarfið verið fært nær starfi grunnskólanna bæði í skipulagi skólaársins og vinnutíma. “Það liggur að baki mikil vinna við útfærslu aðgerða með öllum hlutaðeigandi aðilum þ.m.t. Félagi leikskólakennara. Þegar samþykkt var árið 2019 að eitt leyfisbréf gilti til kennslu á bæði leik- og grunnskólastigi þá fórum við að upplifa flutning á milli skólastiga og fækkun á fagfólki innan leikskólanna. Við höfum um árabil veitt styrki og stuðning til réttindanáms í faginu og margir búnir að nýa sér þann möguleika. Það hefur hjálpað mikið en ljóst að mikilvægt var að stíga enn stærri skref til að snúa þróuninni við. Nú hefur þetta skref verið stigið í Hafnarfirði og munu næstu vikur og mánuðir bera vitni um árangur aðgerða. Ég er mjög bjartsýn,” segir Jenný. Markmiðið með aðgerðum sveitarfélagsins er að fjölga fagfólki í leikskólum bæjarins og jafna starfsaðstæður leik- og grunnskóla. Frá 1. janúar 2023 hefur bærinn einnig boðið upp á heimgreiðslur til foreldra barna sem hafa náð 12 mánaða aldri og eru ekki hjá dagforeldrum eða í leikskóla auk þess að bjóða upp á stofnstyrk til dagforeldra og hærri niðurgreiðslu. “Ég hef lifað og hrærst í málaflokki leikskólamála í áratugi og brenn fyrir framgangi starfsfólks, þróun starfsins og elfingu þess í takti við þarfir samfélagsins hverju sinni. Ég fæ að atast og blómstra í mínu starfi og fyrir það er ég þakklát.“
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…