Við erum þorpið: Öll börn eru einstök

Fréttir

Vel var mætt á fræðslukvöld fyrir foreldra og forsjáraðila barna og ungmenna á leik- og grunnskólaaldri í Bæjarbíó í gærkvöldi. Sálfræðingar hjá mennta- og lýðheilsusviði Hafnarfjarðarbæjar fræddu þátttakendur um mismunandi hegðunarmynstur barna, hvernig foreldrar geti brugðist við krefjandi hegðun, hvað er kvíði, hjálpleg viðbrögð við honum og hvaða úrræði eru í boði fyrir börn sem þurfa á frekari aðstoð að halda til að líða vel.

Vel var mætt á fræðslukvöld fyrir foreldra og forsjáraðila barna og ungmenna á leik- og grunnskólaaldri í Bæjarbíó í gærkvöldi; Við erum þorpið: Hegðun og líðan unga fólksins.  Sálfræðingar hjá mennta- og lýðheilsusviði Hafnarfjarðarbæjar, þær Bára Fanney Hálfdanardóttir, Bergþóra Ragnarsdóttir og Svandís Gunnarsdóttir héldu utan um kvöldstundina.

Hagnýt ráð og hjálpleg viðbrögð við fjölbreyttum aðstæðum í uppeldinu

Sálfræðingar bæjarins fræddu þátttakendur um mismunandi hegðunarmynstur barna og við hvaða aðstæður þau verða til í, hvernig foreldrar geti brugðist við krefjandi hegðun barna, hvað er kvíði, hjálpleg viðbrögð við honum og hvaða úrræði eru í boði fyrir börn sem þurfa á frekari aðstoð að halda til að líða vel.

„Sem foreldrar þurfum við að vera vel vakandi fyrir hegðun barnanna okkar, hvernig þau bregðast við ákveðnum aðstæðum og vinna úr þeim. Mikilvægt er einnig að skoða hvernig við bregðumst við hegðuninni, hvort við séum mögulega að ýta undir óæskileg viðbrögð barnsins.“

„Þegar að krefjandi hegðun barna nær hámarki, er best að reyna ekki að stjórna aðstæðum, frekar að vera til staðar og gefa barninu rými ef þess þarf, með því erum við að sýna tilfinningum þeirra skilning og halda ró okkar, í stað þess að fara á sama stig. Þegar tilfinninga stormurinn nær hámarki er ekki hægt að rökræða við barnið. þar sem tilfinninga heilinn hefur tekið völd, þá er gott ráð að sleppa rökræðum og vera til staðar þegar storminn lægir og barnið er tilbúið að koma til okkar. Annað ráð væri að frekar en að spyrja barnið þarftu knús, að foreldrið segi við barnið, ég þarf knús, heldur þú að þú gætir gefið mér knús. Það getur oft aðstoðað barnið við að stilla sýnar tilfinningar og um leið lægja storminn. Þar kemur samstilling sterk inn, sem er geta barna til að róast og ná stjórn í gegnum rósemd annara. Þannig læra þau að róa sig sjálf.“

Börn þurfa skýr fyrirmæli og hvatningu

Meðal þeirra ráða sem farið var yfir á fundinum má nefna; skýrar reglur, skýr fyrirmæli og hvatning til barna. Það felur í sér að ummönnunar-aðilar þurfa að vera samstíga í uppeldinu til að skapa heildstæðan ramma sem barnið getur fótað sig í. Sá rammi gæti til dæmis verið myndrænt skipulag, sem auðveldar barninu að skilja hvers er ætlast af því. En skýr fyrirmæli skipta lykil máli í uppeldi barna, með því að setja skýrt fram hvers er ætlast, hvenær og hvernig, þá aukum við líkur á samstarfsvilja barnsins. Að gefa barninu nákvæm hrós sem og uppbyggileg fyrirmæli, fimm jákæð á móti einu uppbyggilegu, þá erum við að hvetja þau áfram í að sýna góða hegðun og ýta undir styrkleika barnsins.

Ofmeta hættu og vanmeta eigin getu

Til eru margar kenningar um hvað nákvæmlega orsakar kvíða barna, þar má nefna, erfðir, kvíðanæmni, herminám/umhverfið sem þau alast upp í eða erfið lífsreynsla sem situr eftir. En öllu máli skiptir að foreldrar séu vakandi fyrir kvíðaviðbrögðum og þáttum kvíða sem geta komið fram hjá barninu, þar má nefna hvernig/hvað barnið hugsar, líkamleg einkenni og hegðun/viðbrögð í ákveðnum aðstæðum. En einnig að aðstoða þau við að minnka kvíðafjallið í sameiningu og á þeirra hraða.

Atriði sem getað viðhaldið kvíða hjá börnum eru meðal annars; forðun, þar sem barnið fær ekki tækifæri til að takast á við aðstæðurnar sem valda kvíðanum og öryggisráðstafannir, þar sem barnið gerir hluti á ákveðin hátt til að finna fyrir öryggi. Atriðin geta verið lúmsk, en truflað barnið verulega í daglegu lífi.

Kvíðaraskanir eru margar, en meðal þeirra má nefna aðskilnaðarkvíða, almenna kvíðaröskun, sértæka fælni, ofsakvíðaröskun og félagskvíða. Hér eru nokkrar algengar birtingamyndir kvíða hjá börnum:

  • Kvarta oft yfir líkamlegum einkennum
  • Hafa mikla þörf fyrir hughreystingu
  • Tilfinningasveiflur
  • Vilja ekki prófa neitt nýtt eða öðruvísi
  • Viðkvæm fyrir stríðni og mistökum
  • Eiga oft erfitt með að sofna
  • Getur haft áhrif á þroskaferli barna ef vandinn verður mikill

Hvað geta foreldrar og forráðamenn gert til að aðstoða barn með kvíða?

„Kvíðanæm börn skynja viðbrögð og jafnvel svipbrögð foreldra sinna vel. Það er því mikilvægt að skoða hvernig við sjálf erum að bregðast við aðstæðum og hvernig við getum sýnt barninu að aðstæðurnar eru öruggar og þurfa ekki að valda neinum áhyggjum. Barnið gæti þurft frekari hvatningu til forvitni og sjálfstæðis, til að þau þori að takast á við kvíðavaldandi aðstæður án forðunar og öryggisráðstafanna. Foreldrar gætu einnig þurft að takmarka óþarfa hughreystingar og spurningar til barnsins og nota meira lýsandi og uppbyggjandi hrós, eins og; ég hef trú á því að þú getur þetta.“

„Það þarf að sýna barninu skilning og þolinmæði, en einnig að kenna því að greina sínar eigin tilfinningar sem og annara. Þar geta foreldrar einnig spurt út í líðan barnsins, við getum sagt frá okkar líðan eða jafnvel klippt út fjölbreytt svipbrigði á andlitum úr tímaritum eða horft á kvikmyndir eins og fyrstu Inside Out myndina og talað saman um tilfinningarnar sem koma fram þar.“

Hagnýt ráð við kvíða barna

  • Byggja upp hugrekki, fagna litlum sigrum og nota lýsandi hvatningarorð, halda hugrekkisdagbók
  • Athyglisþjálfun, beina athyglinni annað
  • Að leita lausna, þjálfa börnin í lausnaleit og ákvarðannatöku
  • Persónugera áhyggjurnar (áhyggjupúki), teikna mynd af honum, kortleggja hugsanirnar sem koma upp

Námskeið á vegum fjölskyldu- og skólaþjónustu Hafnarfjarðar

  • PMTO: námskeið fyrir foreldra barna sem sýna minni háttar frákvik í hegðun
  • Klókir litlir krakkar: námskeið fyrir foreldra 3-7 ára barna sem eru í áhættuhópi fyrir að þróa með sér kvíða
  • Foreldramiðað HAM (kvíðanámskeið): námskeið fyrir foreldra 8-12 ára barna með kvíðavanda
  • Tilvísanir fara í gegnum leik- eða grunnskóla barnsins.

Einnig er hægt að leita í almenna sálfræðiþjónustu og aðrar þjónustur eins og Sorgarmiðstöðina og Eitt líf. En utan þess er til mikið efni sem er ætlað börnum með kvíða, ýmsar bækur og myndbönd, til dæmis Oran og Hvað get ég gert og hlaðvörp eins og uppeldisspjallið og kvíðakastið.

Spurningar úr sal til sálfræðinga

 

Hvaða aðra fyrirlestra eruð þið að bjóða uppá fyrir leik- og grunnskólakennara, verða þeir í boði fyrir foreldra?

„Við erum með grunnskólapakka sem við erum að fara með í skólana, tala um ADHD, einhverfu og áföll, en vonumst til að getað frætt foreldra enn betur um þau mál.“

 

Eru sálfræðingar í öllum skólum í Hafnarfirði og hafa öll grunnskólabörn aðgang að sálfræðingi í skólanum?

„Það eru sálfræðingar í öllum grunnskólum í Hafnarfirði. Við sinnum aðalega frumgreiningum, það er greining og ráðgjöf innan skólanna og beint til foreldra, ekki barnanna. En við erum hluti af Brúar teyminu í skólunum.“

 

Ef foreldri er orðið pirrað í miðjum storminum, ætti það samt að halda utan um og knúsa barnið á meðan, eða ná sér niður?

„Ef foreldrið nær að halda sér rólegum og er í stakk búið til að knúsa barnið á hápunkti stormsins þá er það í góðu lagi, en ef foreldrið á erfitt með að finna ró í þeim aðstæðum er betra að snúa sér við, ná andanum, finna okkar bjargráð og koma betur í stakk búin að samskiptunum við barnið.“

 

Ungt barn sem er 3-4 ára vill vera í friði í skapkasti, er það slæmt? Ætti foreldri alltaf að vera með barninu?

„Börn vilja oft vera í friði í storminum, en svo er það þarna á leiðinni niður úr sveiflunni að þau eru tilbúin að þiggja, þá þurfum við bara að gefa þeim tíma, en þau þurfa samt sem áður að vita að við erum til staðar. Með börn á þessum aldri, ef við spyrjum; viltu knús? Þau öskra nei.. þá er betra að segja ; veistu… mér langar svo mikið í gott knús, þá eru þau líklegri til að segja; allt í lagi, ég skal gefa þér knús. En stundum þurfum við líka bara að tryggja öryggi barnsins, bíða eftir að storminn lægi og vera til staðar þegar svo er.“

 

Hvernig metið þið að 3-7 ára barn sé í áhættuhópi til að þróa með sér kvíðaraskannir, er það vegna foreldra sem eru með mikla kvíðaröskun, eða með samtali við barnið?

„Ef við skoðum til dæmis barn, sem hefur frá unga aldri sýnt kvíðaeinkenni og er mjög varkárt, mögulega farið að hamla barninu í daglegu lífi. Við spyrjum oft foreldra á kvíðanámskeiðunum okkar. Hvað viltu að barnið þitt getur gert, sem það getur ekki gert í dag. Sem dæmi ef barnið er farið að forðast aðstæðurnar, eins og að fara í barna afmæli, þá viljum við auðvitað að barnið geti tekið þátt í lífinu á sínum eigin forsendum, án stað þess að kvíðinn ráði för. Ef við sem foreldrar glímum við mikinn kvíðavanda er einnig vert að huga að því að við þurfum að setja súrefnisgrímuna á okkur fyrst, til að getað aðstoðað og verið til staðar fyrir barnið. Þurfum að huga að okkar heilsu og leitast aðstoðar áður.“

 

Eruð þið með sérstök námskeið fyrir börn/unglinga með kvíða?

„Ekki á okkar vegum, þar sem börnin sjálf taka þátt, en það eru ýmis úrræði í boði á vegum Heilsugæslunnar eða Geðheilsumiðstöðvarinnar, sérstaklega fyrir unglinga, þau bjóða uppá einstaklingsviðtöl. Einnig sálfræðistofur eins og litla kvíðameðferðarstöðin.“

 

Þarf ekki að auglýsa þessi námskeið sem þið eruð að bjóða uppá betur, vissi ekki af þeim.

„Algjörlega! Þetta er ákveðið ferli í dag, þar sem ég þarf fyrst að tala við kennarann um kvíðavanda barnsins. En við erum að reyna að einfalda ykkar leið að námskeiðunum okkar, því það er alveg áhyggjuefni hjá okkur hvað það eru fáir að nýta þjónustuna og sækja námskeiðin okkar, því við vitum að það eru mörg börn þarna úti með kvíðavanda.“

 

Ef foreldri er með áhyggjur yfir því að barnið sé með ADHD, á hvaða aldri ætti að huga að fá greiningu fyrir barnið?

„Góð spurning, ef foreldrar hafa verið með áhyggjur af barninu frá unga aldri, þá er það á grunnskólaaldri sem við byrjum að skoða þessi einkenni. Erum ekki að grípa þau beint á leikskólaaldri, hittum þau á þeim stað, en erum frekar að grípa inn í á grunnskólaaldri. Ef þið hafið áhyggjur af barninu ykkar í þessum málum er gott að tala strax við leik- og grunnskólann, þá geta þau komið með lausnir, eða komið málinu áfram á Brúar-teymið. Það er sálfræðingur í öllum Brúar-teymum grunnskólanna. Þar hefst ákveðin lausnaleit, við þurfum að getað greint á milli ADHD og þroska vanda, hvar vandinn liggur og hvernig best er að vinna úr því.“

„Það er mikilvægt að muna að við sem foreldrar þurfum að vera betri í að sýna okkur sjálfum mildi í amstri dagsins.“

Saman erum við þorpið – vertu með!

Ábendingagátt