Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Formaður foreldraráðs Hafnarfjarðar hvetur fleiri foreldra til að vera hluti af lausninni. Þeir þurfi að taka þátt. Um eitt hundrað mættu á fyrsta fundinn í fundarröðinni Við erum þorpið til að bæta líðan og efla öryggi barna og unglinga.
„Ef við foreldrar, skólarnir og Hafnarfjarðarbær vinnum saman af heilindum getum við skapað umhverfi þar sem börnin okkar njóta vellíðunar, öryggis og trausts námsumhverfis,“ sagði Vala Steinsdóttir nýkjörin formaður Foreldraráðs Hafnarfjarðar á opnum fundi í Bæjarbíói í gær. „Lykillinn að velgengni er einfaldur: samvinna, einlægur áhugi og vilji til að standa saman.“
Vel var mætt og sóttu um 100 fund í fundarröðinni Við erum þorpið sem bar yfirskriftina: „Framtíðin er björt ef við viljum það öll.“ Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri opnaði fundinn og benti á að markmið fundaraðarinnar væri að finna nýjar leiðir og hugmyndir til að bæta líðan og öryggi barna og ungmenna í bænum. „Við þurfum að spyrja; hvað við getum gert sem samfélag og þorp, hvernig nálgumst við hvert annað, unga fólkið okkar og samaldra?“
Rósa sagði góða líðan ungmenna forsendu þess að þau geti blómstrað í samfélaginu. „Óæskilega hegðunin sem við sjáum, kemur vegna vanlíðan sem brýst út. Þá er það þorpið sem umkringir börnin og ungmennin; foreldrarnir, íþróttafélögin og vinirnir sem þurfa að taka utan um hvert annað og hlúa að þeim sem líður ekki nógu vel.“
Fulltrúar frá ungmennum, lögreglu, skólasamfélaginu og sveitarfélaginu voru í pallborði og brugðust við vangaveltum úr sal. Fundinum var stýrt af Evu Mattadóttur markþjálfa.
Vala benti á að foreldraráðið væri samstarfsvettvangur foreldrafélaga í grunnskólum Hafnarfjarðar. Félagið ætti fulltrúa í lykilráðum sveitarfélagsins. „En samvinna þarf að byggja á einlægum áhuga,“ sagði hún.
„Við þurfum virkilega að setja okkur inn í líðan barnanna. Við þurfum að hlusta á þau, taka þátt í umræðum með þeim og skapa rými þar sem þau finna að þau séu metin að verðleikum. Opin og regluleg samskipti á milli foreldra og skóla eru lykillinn – þar getum við fagnað sigrum, stórum sem smáum, og leyst úr vandamálum þegar þau koma upp,“ sagði hún og hvatti fleiri foreldra til að vera virkari.
„Það er oft þannig að tiltölulega fáir foreldrar, oft þeir sömu, taka þátt í starfi foreldrafélaga. Þetta er áskorun sem flest foreldrafélög kannast við. En ef við viljum sjá breytingar, hvort sem það er í betri skólabrag eða auknu öryggi barna okkar, þá verðum við foreldrar að vera hluti af lausninni. Við getum ekki setið hjá og treyst á að aðrir taki frumkvæðið – við verðum öll að leggja okkar af mörkum,“ sagði hún.
Þátttakendur í fundinum tjáðu sig og mátti víða heyra hvatningu um að fullorðna fólkið mætti vera virkari með börnum sínu. Þó þyrfti að gefa ungu fólki tækifæri til að efla sjálfstraust og málstað hvors annars. Fullorðnir ættu svo að fá að stíga inn í erfiðum aðstæðum ef þörf krefur. Foreldri í sal lagði áherslu á mikilvægi þess að þekkja foreldrana í kring. Þeir ættu að hugsa um öll börn sem sín eigin.
Umræðan fór víða. Einelti, kynja- og kynfræðslu. Rætt var um ólíka menningarheima og ólíkar aðstæður inni á heimilum. Orð sem fest voru á blað og stefnt er á að vinna úr. Spurt var hvað við sem samfélag gætum gert til að styðja við öryggi og vellíðan barnanna. Svörin voru margvísleg og sjá má afraksturinn hér:
Ljóst var af fundinum að fólk gat tekið lokaorð formanns foreldraráðsins í hjarta. „Við getum byggt upp þorpið sem við getum öll verið stolt af.“
Ekki missa af næsta fundi í fundarröðinni Við erum þorpið. Þar verða gefin ráð til að bæta líðan barna.
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…
Hvað er betra en að kynnast sögunni á hlaupum? Nú eru aðeins tveir dagar í Kaldárhlaupið, 10 km hlaup í…