Við höfum alltaf gert þetta svona!
Nýlega flutti Sigurjón Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs, fyrirlestur hjá Stafræna hæfniklasanum um mikilvægi mannlega þáttarins í stafrænum umbreytingum.
Markmið Stafræna hæfniklasans eru að auka vitundarvakningu íslenskra fyrirtækja um mikilvægi þess að huga að stafrænni umbreytingu.
Í erindi sínu rakti Sigurjón stafræna vegferð frá árinu 2019 með áherslu á hvernig Hafnarfjarðarbær hefur reynt að fá starfsfólk með í þessa vegferð, auka skilning og þekkingu á því hvað felst í stafrænni umbreytingu. Í stað þess að fá viðkvæðið um að „við höfum alltaf gert þetta svona“ þá heyrist æ oftar hjá starfsfólki „við viljum ekki vinna þetta svona lengur“. Það er skýrasta vísbendingin um að árangur sé að nást í verkefninu.
Í fyrirlestrinum er fjallað m.a. um:
- Ákvörðun bæjarins um að fara í stafræna umbreytingu
- Forgangsröðun verkefna í framhaldi af stjórnsýsluúttekt
- Teymið sem vinnur að verkefninu
- Sjö leiðarmerki í stafrænni vegferð
- Mikilvægi þess að sýna áhuga á verkefnum starfsfólks
- Gæta þess að nota ekki frasa sem almenningur skilur ekki
- Ekki ofgreina eða ofhugsa verkefnin, mikilvægi þess að framkvæma
- Skilja þarfir og mæta þörfum íbúa / almennings / starfsfólks
- Mikilvægi ferlavinnu
- Innleiðingu tækni / hugbúnaðar