Viðburða- og menningarstyrkir í kjölfar Covid

Fréttir

Bæjarráð auglýsir sérstaka viðburða- og menningarstyrki í kjölfar Covid-19 lausa til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 6. apríl og verða styrkirnir teknir til úthlutunar í bæjarráði.

Umsóknarfrestur framlengdur til og með 6. maí 2022 

Vidburdir-tonlist

Bæjarráð auglýsir sérstaka viðburða- og menningarstyrki í kjölfar Covid-19 lausa til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 6. maí og verða styrkirnir teknir til úthlutunar í bæjarráði. 

Umsækjendur verða að tengjast Hafnarfirði með einhverjum hætti. Til dæmis með fastri búsetu einstaklinga, með því að viðburðurinn eða verkefnið sem styrkt er fari fram í Hafnarfirði og/eða feli í sér kynningu á einhverju sem viðkemur sveitarfélaginu.

Hér má finna reglur um styrkveitingar bæjarráðs 

Umsóknum skal skilað með rafrænum hætti í gegnum Mínar síður | Aðrar umsóknir | Umsókn um styrk til bæjarráðs. Auk almennra þátta skal eftirfarandi koma fram í umsókn:

  • Markmið, lýsing og tilefni umsóknar
  • Styrkupphæð
  • Tíma- og verkáætlun
  • Önnur fjármögnun
  • Kostnaðaráætlun

Aðstoð við skráningu er hægt að fá í þjónustuveri bæjarins 585-5500 eða í gegnum netspjall á vef bæjarins – sjá neðst til hægri.

Bjartir dagar í Hafnarfirði í allt sumar

Menningarhátíðin Bjartir dagar verður haldin í Hafnarfirði í allt sumar. Hátíðin verður hattur fjölbreyttra hátíðarhalda vítt og breytt um bæinn, sem gleðja mun bæjarbúa og gesti bæjarins og endurspegla allt það fjölbreytta menningarstarf sem á sér stað í Hafnarfirði. Í venjulegu ári stendur þessi fyrsta bæjarhátíð landsins yfir í fimm daga en ákveðið hefur verið að hátíðin, sem hefst síðasta vetrardag með vali á bæjarlistamanni Hafnarfjarðar, afhendingu menningarstyrkja og sumarsöng nemenda, standi yfir í allt sumar og eru styrkirnir hugsaðir meðal annars til þess að halda viðburði og uppákomur um allan bæ í sumar. Mikilvægt er að verkefnin skírskoti til breiðs hóps fólks og margir fái að njóta.

Viltu skrá viðburð til þátttöku?

Hægt er að senda inn upplýsingar um viðburði í Hafnarfirði til birtingar í viðburðir framundan á hafnarfjordur.is eða með því senda verkefnastjóra Bjartra daga tölvupóst á menning@hafnarfjordur.is

Ábendingagátt