Viðburða- og verkefnastyrkir

Fréttir

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna og viðburða á sviði menningar og lista í Hafnarfirði.  Umsóknum um menningarstyrki skal skilað inn með rafrænum hætti fyrir 15. mars 2017.

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna og viðburða á sviði menningar og lista í Hafnarfirði.  Umsóknum skal skilað inn með rafrænum hætti fyrir 15. mars 2017. Hver umsókn skal aðeins innihalda eitt verkefni.

Einu sinni á ári auglýsir menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar eftir menningarstyrkjum til menningarstarfsemi til eflingar á hafnfirsku menningarlífi. Markmiðið er að styðja við menningarstarfsemi í samræmi við menningarstefnu bæjarins og styrkja einstaklinga og félagasamtök til lista- og menningarsköpunar. Listamenn, félagasamtök, stofnanir eða menningarviðburðir verða að tengjast Hafnarfirði á einhvern hátt.  Með fastri búsetu, með því að viðburðurinn fari fram í Hafnarfirði eða feli í sér kynningu á menningarstarfsemi Hafnarfjarðar. Ekki er styrkt til náms og rekstrar. 

Úthlutunarreglur er að finna HÉR

Í umsókn þarf eftirfarandi að koma fram:

  • Markmið, lýsing og tilefni umsóknar
  • Styrkupphæð
  • Tíma- og verkáætlun
  • Önnur fjármögnun
  • Kostnaðaráætlun

Menningar- og ferðamálanefnd metur umsóknir eftir markmiðum verkefna og hvernig þau nýtast til að efla fjölbreytt menningarlíf bæjarbúum og hafnfirskum listamönnum til góðs. Tekið er mið af raunhæfni verkefna og kostnaðaráætlun auk tíma- og verkáætlunar. Styrkhöfum ber að skila stuttri greinargerð um ráðstöfun styrkfjár eigi síðar en ári eftir úthlutun.

Umsóknum skal skila með rafrænum hætti í gegnum MÍNAR SÍÐUR á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar: www.hafnarfjordur.is  Athugið að til þess að sækja um þarf að skrá sig inn á MÍNAR SÍÐUR. Aðstoð við skráningu er hægt að fá hjá Þjónustuveri Hafnarfjarðar í síma: 585-5500 | netfang: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is

Skilafrestur er til  15. mars 2017.

Ábendingagátt