Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
🕒 12:00–17:00📍 Strandgata 34Verið hjartanlega velkomin í Hafnarborg á 17. júní þar sem tvær stórar sýningar eru í gangi í tilefni af 100 ára fæðingarafmælum tveggja áhrifamikilla listamanna:
🖌️ Óður til lita – Sveinn BjörnssonÍ Sverrissal stendur yfir sýning á verkum Sveins Björnssonar (1925–1997), þar sem sterkir litir og tilfinningarík pensilstrok koma við öll skynfæri. Sveinn, sem var lengi búsettur í Hafnarfirði og starfaði meðal annars sem lögreglumaður, málaði á síðari árum abstraktverk sem brenna af lífsþrá og ástríðu fyrir litnum sjálfum.🌈✨🎨
🖼️ Í sátt við efni og anda – Eiríkur SmithÍ aðalsal Hafnarborgar stendur sýning á verkum Eiríks Smith (1925–2016), sem spanna allan hans fjölbreytta feril – frá námsárum í París og Kaupmannahöfn til abstraktmálverka og raunsæisverka þar sem land og líf mannsins mætast í myndmáli sáttar og styrks. 🧘♂️🖌️🏞️
🇮🇸 Fjöltyngd fánasmiðja í Apótekinu frá kl. 12-14. Á staðnum verður efniviður til að búa til sinn eigin íslenska þjóðfána úr hvítum, bláum og rauðum pappír, en einnig verða litir fyrir þá sem vilja gefa ímyndunaraflinu lausan taum og hanna sína eigin fána.
📷 Þjóðbúningamyndataka kl. 15:00Við Hafnarborg verður haldin þjóðbúningamyndataka – hvetjum alla til að mæta í búningum og taka þátt í að varðveita fegurð og fjölbreytni þjóðbúningaarfsins.👘🇮🇸📸
🆓 Aðgangur ókeypis – öll hjartanlega velkomin!🧡🎉