Litla gallerý

Líkaminn! Líkamar! Allskonar líkamar! Heilsan! Þegar fólk missir heilsuna og líkaminn verður veikur gefur það nýja sýn á lífið. Hvað er að? Hvar finn ég til? Hver er ég núna? Ég er sterk og mér batnar. Þú ert að rísa uppúr öskunni. Endurfæðist.

Eftir að hafa upplifað að missa heilsuna tók ég eftir því hvað líkaminn minn var sterkur. Bæði í veikindunum og eftir. Í minni endurhæfingu byrjaði ég að mála aftur. Þetta er mín hugleiðsla. Það fyrsta sem mig langaði að mála voru líkamar. Konur og karlar. Allskonar líkamar saman og flæktir saman. Svartir og hvítir með bleikum og gullnum þráðum. Andlitslausir líkamar. Sterkir líkamar. Endurfæddir.

Ólöf Erla er menntaður grafískur hönnuður með BA gráður frá Listaháskóla Íslands. Hún á og rekur sitt eigið fyrirtæki SVART Hönnunarstúdíó í Hafnarfirði sem tekur að sér auglýsingahönnun allskonar, myndatökur og myndvinnslur. Síðustu ár hefur Ólöf Erla skapað myndlist með ljósmyndum í photoshop sem hún kallar Sögur án orða og er Digital art. Í frístundum í mörg ár hefur hún skissað og málað. Eftir að hafa greinst með brjóstakrabbamein í lok árs 2021 vaknaði aftur þörf að tjá sig með penslum einskonar hugleiðsla. Útkoman eru þessi verk á þessari sýningu.

Sýningaropnun verður fimmtudaginn 9. nóvember  frá  18:00-20:00 og allir velkomnir!

Aðrir opnunartímar:
10. nóvember, föstudagur 13:00-18:00
11. nóvember, laugardagur, 12:00-17:00
12. nóvember, sunnudagur 14:00-17:00

————————–

The body! Bodies! All kinds of bodies! Health! When one loses their health, and the body becomes weak, it gives you a new perspective on life. What is happening? Where does it hurt? Who are you now? You are strong, and recovering. You are rising from the ashes. Rebirth.

After experiencing the loss of health, I realized how strong my body is. Both during illness and after. During my rehabilitation, I started painting again. It became my meditation. The first thing I wanted to paint were bodies. All kinds of bodies. Various bodies together and intertwined. Black and white with pink and golden threads. Faceless bodies. Strong bodies. Reborn.

Ólöf Erla graduated as a graphic designer with a BA degree from the Icelandic Academy of the Arts. She owns and operates her own company, SVART Design Studio in Hafnarfjörður, which specializes in various advertising, photography, and image processing. In recent years, Ólöf Erla has created Digital visual art with photographs in Photoshop, which she calls „Stories Without Words,“. For many years, she has sketched and painted as a leisure in her free time. After being diagnosed with breast cancer at the end of 2021, the need to express herself with brushes as a form of meditation awakened. The outcome of this exhibition is these works.

Exhibition opening will be on Thursday, November 9th from 18:00-20:00 and everyone is welcome!

Other opening hours:
November 10th, Friday 13:00-18:00
November 11th, Saturday, 12:00-17:00
November 12th, Sunday, 12:00-17:00

 

Ábendingagátt