Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Er stíflað eða vatnslaust? Hafðu samband hvenær sem er sólarhrings.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.
[Polski poniżej.]
Laugardaginn 18. mars kl. 13-15 mun Lukas Bury, myndlistarmaður, leiða skapandi fjölskyldusmiðju á pólsku í Hafnarborg. Í smiðjunni verður börnum og fullorðnum boðið að vinna litríkar klippimyndir í tengslum við sýninguna Án titils, þar sem sýnd eru geómetrísk abstraktverk eftir Eirík Smith. Þátttakendur fá sömuleiðis tækifæri til að skoða sýninguna í því skyni að leita að hugmyndum fyrir sína eigin listsköpun.
Á sýningunni má einkum sjá gvassmyndir eftir listamanninn sem hann vann á fyrri hluta sjötta áratugarins þegar strangflatalistin var að ryðja sér til rúms, hér á landi sem víðar. Verk Eiríks frá þessu tímabili eru hins vegar fágæt, þar sem hann ákvað að brenna fjölda verka sinna árið 1957. Þau verk sem varðveist hafa bera þess þó vitni að Eiríkur hafði góð tök á myndgerð strangflatalistarinnar, enda þótt hann kysi að fara aðra leið í listsköpun sinni í framhaldinu.
Lukas Bury er myndlistarmaður af pólskum og þýskum bakgrunni. Hann lauk MA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2020. Lukas býr og starfar í Reykjavík.
Á mínu máli er viðburðadagskrá sem miðar að því að auka aðgengi fólks með margs konar bakgrunn að Hafnarborg með því að bjóða gesti velkomna á ólíkum tungumálum. Viðburðurinn er samstarf Hafnarborgar og hjálparsamtakanna Get Together sem styðja við flóttafólk og hælisleitendur í Hafnarfirði. Verkefnið er styrkt af safnasjóði.
Aðgangur ókeypis – verið öll velkomin.
.
W sobotę 18 marca w godz. 13-15 artysta Lukas Bury poprowadzi rodzinne warsztaty w języku polskim w Hafnarborg. Podczas warsztatów osoby uczestniczące będą miały okazję wykonać kolorowe kolaże w odniesieniu do wystawy Bez tytułu, prezentującą abstrakcyjne obrazy Eiríkura Smitha (1925-2016). Uczestnicy będą mieli również okazję obejrzeć wystawę w poszukiwaniu inspiracji do własnej twórczości artystycznej.
Wystawa obejmuje głównie obrazy namalowane gwaszami, które artysta wykonał na początku lat 50 XX wieku, kiedy to abstrakcja geometryczna stawała się czołowym nurtem w malarstwie. Z tego okresu zachowało się niewiele prac, gdyż w 1957 roku artysta zdecydował się spalić większość z nich. Jednak te obrazy, które się zachowały, ukazują niezwykły talent Eirikura do tej techniki, mimo że jego twórczość rozwinęła się w innym kierunku.
Lukas Bury jest artystą polskiego i niemieckiego pochodzenia. Ukończył studia magisterskie z zakresu sztuk pięknych na Islandzkim Uniwersytecie Sztuki w 2020 roku. Lukas mieszka i pracuje w Reykjavíku.
W moim języku to program wydarzeń kulturalnych, który ma na celu uczynienie Hafnarborg bardziej dostępnym miejscem dla ludzi z różnych środowisk poprzez witanie gości w muzeum w różnych językach. Wydarzenie jest wynikiem współpracy między Hafnarborg a organizacją Get Together, która zapewnia wsparcie dla osób ubiegających się o azyl i uchodźców w Hafnarfjörður. Program jest wspierany przez Fundusz Muzealny.
Wstęp wolny – wszyscy mile widziani.
Miðvikudaginn 22. mars kl. 14 bjóðum við gesti velkomna á næsta viðburð Sjónarhorna, fræðslustunda fyrir eldra fólk, í Hafnarborg. Þá…