Aðdragandinn – jólabókadagskrá Bókasafns Hafnarfjarðar hefst! Við fögnum nýrri bók hvern þriðjudag í nóvember og endum svo með pompi og pragt á Kynstrunum öllum þann 2. desember

Hafnfirsku ljóðskáldin Anton Helgi Jónsson, Draumey Aradóttir og Eyrún Ósk Jónsdóttir munu lesa ljóð úr verkum sínum þriðjudaginn 21. nóvember kl. 17:00 á Bókasafni Hafnarfjarðar. Þá verður boðið upp á opinn mike ef gestir og gangandi vilja einnig lesa upp ljóð. Ljúf og þægileg stund allir velkomnir.

Anton Helgi Jónsson hefur gefið út fjöldann allan af bókum, ljóðum, sögum og leikritum auk þýðinga á verkum annarra rithöfunda. Hann hefur hlotið margar viðurkenninga fyrir störf sín m.a. ljóðstaf Jóns úr Vör 2014. Anton heldur úti vefnum anton.is þar sem hann deilir ljóðum sínum.

Draumey Aradóttir hefur skrifað bæði ljóðabækur og barnabækur auk þess sem hún starfar sem kennari. Hún hefur hlutið verðlaun og viðurkenningar fyrir ljóð sín, m.a. ljóðasamkeppni Júlíönu hátíð sögu og bóka.

Eyrún Ósk Jónsdóttir er rithöfundur, leikari og leikstjóri. Hún vann bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2016. Auk þess að senda frá sér skáldsögur, ljóðabækur og myndskreytta barnabók hefur Eyrún skrifað leikrit, kvikmyndahandrit, greinar og fyrirlestra.

Jólabókadagskrá Bókasafns Hafnarfjarðar:

7. nóvember – Nanna Rognvaldsdóttir : Valskan
14. nóvember – Eiríkur Örn Norðdahl : Náttúrulögmálin
21. nóvember – Ljóðakvöld : Anton Helgi Jónsson, Draumey Aradóttir og Eyrún Ósk Jónsdóttir
28. nóvember – Ingi Markússon : Svikabirta
Ábendingagátt