Litla gallerý

Í sýningunni kannar listamaðurinn óljós mörk þess fjarlæga; þar sem draumar okkar dvelja, heim ævintýra, væntinga og vonar og þess sem er okkur horfið, og síðan þess nálæga; rýmið sem við dveljum í, heimilið, lífið í garðinum, lífið í fiskabúrinu í stofunni, jörðina undir fótum okkar. Úr ljósmyndum sem listamaðurinn tók í nærumhverfi sínu skapar hún draumkenndar klippimyndir sem birta þrá eftir hinu fjarlæga, þess sem ekki er hægt að snerta, og kannski einmitt í þessum samruna þessa nálæga og þess fjarlægja finnur listamaðurinn nándina.

Eyrún Ósk Jónsdóttir á að baki fjölbreyttan feril sem myndlistarkona, rithöfundur, gjörningalistakona, leikari og leikstjóri. Hún gerir klippimyndir sem hún vinnur að miklu leyti upp úr eigin ljósmyndum en einnig endurvinnur hún gömul tímarit og gamlar ljósmyndir og nýtir í verk sín. Eyrún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningu. Hún hefur brennandi áhuga á gjörningalist og innsetningum og hefur haldið nokkra ljóðagjörninga og leikið sér með ljóðinnsetningar. Þá hefur hún hefur sent frá sér bæði skáldsögur og ljóðabækur. Eyrún hefur leikstýrt bæði leikritum, stuttmyndum og kvikmynd í fullri lengd. Hún hefur leikið fjölbreytt hlutverk í leikritum, gjörningum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttaröðum, auk þess sem hún hefur sent frá sér röð hlaðvarpsleikrita með leikhópi sínum, Listahópnum Kvistur. Þá hefur Eyrún einnig haldið úti hlaðvarpi og verið með útvarpspistla um friðar- og trúmál.

Aðferð: Klippimyndir sem listamaðurinn vinnur að miklu leyti upp úr eigin ljósmyndum en einnig endurvinnur hún gömul tímarit og gamlar ljósmyndir og nýtir í verk sín.

Sýningaropnun verður 7. desember frá 18:00-20:00 og allir velkomnir!

Aðrir opnunartímar:
Föstudagur 8. desember 13:00 – 20:00
Laugardagur 9. desember 13:00 – 18:00
Sunnudagur 10. desember 13:00 – 18:00

 

————-

 

Nánd in Icelandic can mean nearness, intimacy or vicinity. In the exhibition the artist explores the blurred line between the distant; were our dreams dwell, the world of fairy tales, desires and hopes and that which is gone, and then that which is near, the space we dwell in, our home, life in the garden, the life in the fish tank in the living room, the earth under our feet. From photographs that the artist took of her surroundings she created dreamlike colleges that express the desire for the distant, that which cannot be touched, and perhaps it is in this college of the near and the distant the artist finds intimacy.

Eyrún Ósk Jónsdóttir has developed a portfolio career as an artist, writer, performer and director. She makes college artwork and uses her own photography along with recycled magazines and old photographs in her work. Eyrún has held private exhibitions and participated in group exhibitions. She has a passion for happenings and installations and has held a few poetry happenings and played around with poetry installations. She has published both novels and poetry books. Eyrún has directed plays, shorts and a full-length film. She has performed a variety of parts in plays, happenings, movies and tv series, and she has created a series of podcast-plays with her theatre group, Listahópurinn Kvistur. Eyrún has her own podcast and has created radio shows on peace and faith issues.

Exhibition opening is December 7th from 18:00-20:00 and everyone is welcome!

Other opening hours:
Friday 8th of December 13:00 – 20:00
Saturday 9th of December 13:00 – 18:00
Sunday 10th of December 13:00 – 18:00

 

Ábendingagátt