Hvað á að gera í vetrarfríi? Komdu og gerðu fjársjóðskort með okkur á Bókasafninu – fullkomið fyrir unga landkönnuði og kortagerðamenn!

Hver hefur ekki gaman að því að skapa sitt eigið fjársjóðskort sem vísar leiðina að gulli og gersemum eða að skoða hnattlíkan til að sjá hvar Ísland er á hnettinum? Í þessari listasmiðju gerumst við kortagerðamenn og sköpum okkar eigið kort. Við munum meðal annars skoða mismunandi gerðir að kortum til þess að kortleggja heiminn. Með einföldum kortum eins og að fjársjóðskorti eða korti af Hafnarfirði breytum við götum og stofnbrautum í snáka, orma og furðudýr. Svo getum líka teiknað okkar eigið kort af uppskáldaðri borg og hannað hana frá grunni með ímyndunaraflinu einu að vopni.

Smiðjan stendur frá 13:00 til 16:00 og er allur efniviður á staðnum og hún öllum opin.

Gerum eitthvað skemmtilegt í vetrarfríinu! Förum á Bókasafnið!
Ábendingagátt