Foreldrafræðsla á bókasafninu!

Hrafnhildur Helgadóttir heldur námskeið í fyrstu hjálp og endurlífgun nýbura og smábarna fyrir nýbakaða foreldra. Hún hefur áralanga reynslu af skyndihjálparkennslu fullorðinna og barna, almennri kennslu, foreldrafræðslu sem og hjúkrun og hefur verið að vinna fyrir Rauða krossinn og Heilsugæsluna.

Farið er í gegnum slysaforvarnir og skyndihjálp ungbarna/barna. Viðfangsefnin eru m.a.:

Forvarnir

Endurlífgun ungbarna/barna

Losun aðskotahlutar

Viðbrögð við hitakrampa

Viðbrögð við bruna

Verklegar æfingar þar sem þátttakendur fá að spreyta sig er hluti af kennslunni. Efnið byggir á leiðbeiningum evrópska endurlífgunarráðsins.

Aðgangur ókeypis, heitt á könnunni og verið hjartanlega vekomin og krílin með!
Ábendingagátt