Fjölskylduráðgjafinn Ólafur Grétar Gunnarsson leiðir fræðslu og samræður fyrir foreldra sem stuðla að því að undirbúa verðandi foreldra og aðstoða foreldra allt að 3 ára barna til að takast á við foreldrahlutverkið þannig að barnið sé félagslega og tilfinningalega heilbrigt. Auk þess verður hann með fræðslu um hvernig efla má parasambandið samhliða foreldrahlutverkinu og bendir á áhrifaríkar aðferðir til að mæta álagi og ágreiningi sem þekkt er, m.a. af reynslu og rannsóknum John Gottman, að eykst til muna eftir fæðingu barns.

Lögð er áhersla á: – að efla nánd í sambandinu – að stjórna ágreiningi – að vera samstillt í uppeldishlutverkinu – að þekkja og virða tilfinningar barna – að vita hvert er hægt að leita eftir stuðningi og ráðgjöf þegar þörf er.

Kríli eru að sjálfsögðu velkomin með, foreldrar af öllum kynjum hvött til að mæta og þá sérstaklega pör. Heitt á könnunni, auðvitað!

Ábendingagátt