Framfarabók mánaðarins er Vík milli vina (1983) eftir Ólaf Hauk Símonarson

Hér segir frá hópi fólks sem komið er á fertugsaldur en hefur haldið saman síðan í menntaskóla og sumir lengur. Flestir voru líka við nám í Kaupmannahöfn á árunum baráttuglöðu í kringum 1968 þegar framtíðin var augljós og hugsjónir stórar sem þau vildu hrinda í framkvæmd. Nú eru þau ár liðin, hver puðar við sitt, heima og heiman; arkitekt, leikkona, vefari, rithöfundur … Hvað er orðið um allt það sem þau trúðu á og ætluðu að gera?

Þetta er síðasti hittingur Framfarar í vetur.
Ábendingagátt