Hafnarfjarðarbær hefur gert samstarfssamning við Laufið, fyrstu grænu íslensku upplýsingaveituna. Samningurinn felur í sér aðgang að hugbúnaði Laufsins fyrir skóla og stofnanir sveitarfélagsins. Auk þess munu sjálfbærniráðgjafar Laufsins annast fræðslu og veita almenna ráðgjöf til handa starfsfólki sveitarfélagsins varðandi sjálfbærni. Nánar um samstarfið

Rík áhersla lögð á að fá hafnfirsk fyrirtæki með í græna vegferð

Samhliða útvegar Hafnarfjarðarbær Laufinu aðstöðu fyrir kynningarfundi með áhugasömum hafnfirskum fyrirtækjum. Rík áhersla er lögð á að fá fyrirtækin í Hafnarfirði með í þessa grænu vegferð. Skipulagðir hafa verið nokkrir kynningarfundir fyrir hafnfirsk fyrirtæki í upphafi árs 2023 í Apótekinu í Hafnarborg að Strandgötu 34:

  • Miðvikudagurinn 1. febrúar kl. 9
  • Miðvikudagurinn 8. febrúar kl. 12

Allir áhugasamir velkomnir til fundar!

Skráning á fund

Ábendingagátt