Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hafnarfjarðarbær hefur gert samstarfssamning við Laufið , fyrstu grænu íslensku upplýsingaveituna. Samningurinn gildir til sex mánaða og felur í sér aðgang að hugbúnaði Laufsins og greiningum auk aðkomu sjálfbærniráðgjafa Laufsins við fræðslu, innleiðingu og ráðgjöf varðandi sjálfbærni.
Hafnarfjarðarbær hefur gert samstarfssamning við Laufið, fyrstu grænu íslensku upplýsingaveituna. Samningurinn gildir til sex mánaða og felur í sér aðgang að hugbúnaði Laufsins og greiningum auk aðkomu sjálfbærniráðgjafa Laufsins við fræðslu, innleiðingu og ráðgjöf varðandi sjálfbærni. Einnig kortlagningu á stöðu mála hjá stofnunum og skólum á vegum sveitarfélagsins. Samhliða samþykkir Hafnarfjarðarbær að útvega Laufinu aðstöðu fyrir kynningarfundi með áhugasömum hafnfirskum fyrirtækjum sem vilja leggja áherslu á sjálfbæra þróun í starfsemi sinni og miðla á gagnsæjan hátt upplýsingum um sjálfbærni, sér og öðrum til hagsbóta. Umhverfismál og sjálfbærni er samstarfsverkefni alls samfélagsins.
Guðbjörg Oddný Jónsdóttir formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar og Vala Smáradóttir vöru- og þróunarstjóri Laufsins handsöluðu samning um samstarf.
Eitt af meginmarkmiðum í heildarstefnu Hafnarfjarðar til ársins 2025 er vistvænt samfélag sem tekur m.a. til nýtingu orku og auðlinda á sjálfbæran hátt, vistvæns lífstíls og samgangna, lágmörkunar á losun gróðurhúsalofttegunda og hringrásarhagkerfisins. Meginmarkmiðin eru tengd heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og tengjast beint umhverfis- og auðlindastefnu bæjarins sem samþykkt var á árinu 2018. Hafnarfjarðarbær vill með öllum aðgerðum sínum og grænum skrefum vera í fararbroddi sveitarfélaga á Íslandi í sjálfbærni og við verndun náttúru og auðlinda. Markmiðið er að hafa sjálfbæra þróun að leiðarljósi við skipulag, framkvæmdir og starfsemi í bæjarlandinu.
Hópur fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar og Laufsins við undirritun á samningi. Vala Smáradóttir, Guðmundur Elíasson, Árni Rúnar Árnason, Bjarki Pétursson og Guðbjörg Oddný Jónsdóttir.
Laufið er hagnýt verkfærakista sem hefur þann mikilvæga tilgang að stuðla að og ýta undir sjálfbæra þróun opinberra stofnanna og fyrirtækja. Markmiðið er að valdefla neytendur og gefa þeim kost á að taka upplýstar ákvarðanir um neyslu sína eftir því hversu vel stofnanir og fyrirtæki eru að standa sig í sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð. Laufið skiptist í fimm lauf og græn skref sem tengjast meðal annars Heimsmarkmiðunum. Hvert lauf inniheldur skýrar og mælanlegar aðgerðir:
Grænu skrefin eru 118 talsins og eru sérsniðin að ólíkum þörfum viðskiptavina. Grænu skrefin innihalda hugmyndir að stórum sem smáum umhverfisaðgerðum og skiptast í flokka eins og t.d. mötuneyti, innkaup og orkusparnað. Þær upplýsingar sem fyrirtæki setja inn á vef Laufsins birtast í leitarvél á www.laufid.is sem gerir Laufið að fyrstu grænu íslensku upplýsingaveitunni. Uppbygging og lausnaleit Laufsins hefur tekið rúm tvö ár og hefur verkefnið verið unnið í nánu samstarfi við Umhverfisráðuneyti og Umhverfisstofnun.
Hamingjudagar í Hafnarfirði á haustmánuðum í tilefni af Íþróttaviku Evrópu 2023 sem haldin er dagana 23. – 30. september. Hamingja…
Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin dagana 23. – 30. september 2023 í yfir 30 Evrópulöndum. Heilsubærinn Hafnarfjörður…
Höfundar heimsóttu Bæjarbíó í morgunsárið, munu árita bækur sínar á Bókasafni Hafnarfjarðar í dag kl. 16:30 og verða í hópi…
HHH hafa frá upphafi verið staðsettir í félagsmiðstöðinni Hrauninu í Víðistaðaskóla. Hittingurinn er hugsaður fyrir ungmenni í 5.-10. bekk sem…
Eitthvað hefur verið um ljósleysi í upphafi hausts sem vill verða þegar stýring ljósa er keyrð af stað á ný…
Gott að eldast er yfirskrift aðgerðaáætlunar stjórnvalda í málefnum eldra fólks. Liður í henni er að þróa þjónustu við borgarana…
Lestrarverkefnið LÆK er í nýjasta útspil Hafnarfjarðarbæjar í þeirri mikilvægu vegferð að efla lestur og lesskilning nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar.…
Í Hafnarfirði er mikið um fallega garða og snyrtilegar lóðir og er ánægjuefni að sjá hversu margir eru iðnir og…
Í lok ágúst árið 1943 var Sundhöll Hafnarfjarðar opnuð með pompi og prakt og er því 80 ára um þessar…
Í ár hlutu 18 starfsmenn 25 ára starfsaldursviðurkenningu og er samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps 450 ár. Þessum árum hefur…