Gakktu í bæinn á Bókasafni Hafnarfjarðar, þar sem verður opið lengur og rólegheit og þægilegheit í fyrirrúmi. Við verðum með blómaskiptimarkað, svo endilega mættu með afleggjara, frá 17:00 til 19:00 verður andlitsmálun fyrir börn, við kynnum þemakassana okkar, sem hafa verð að ferðast með sögur, fróðleik og forvitnilega hluti á milli leikskóla og skóla, og njótum svo ljúfrar kvöldstemmingar á Bókasafninu til kl 19:00

 

Hlökkum til að sjá ykkur!
Ábendingagátt