Bókasafn Hafnarfjarðar í samvinnu við hið íslenska glæpafélag kynnir: Bölvun Farósins! Morðgátuleikur í fjórum senum leiddur af Sólveigu Pálsdóttur glæpasagnahöfundi og Bjarna Svan spunameistara.

Skráningar er er þörf, enda fá þátttakendur upplýsingar áður en leikurinn hefst – og við ætlum sko að keyra í þetta á fullri fart! Sem spilandi færðu upplýsingar fyrir leikinn um persónuna þína, ef þú vilt græja þér gerfi – en enginn pressa, við erum sultuslök! Við komu fá allir svo leikmuni og leiktól, áður en við förum af stað og Bjarni og Sólveig setja upp senuna og stýra leiknum sem tekur um það bil 3 klukkutíma.

Hver er morðinginn? Hver endar leikinn sem milljóner? Hver er á leið í fangelsi?! Einhver? Sleppur bófinn? – Það er ykkar að skrifa söguna og finna endinn í þessari Christie-innblásnu sögu.

ATHUGIÐ: 14 ára aldurstakmark er í morðgátuna.

Skráningar er þörf! Sendið tölvupóst eða hafið samband í skilaboðum hér á Facebook!
Ábendingagátt