Erum við einhverntíman of ung fyrir glæpasögur? Áður en Holmes eltist við Baskervillehundinn og áður en Erlendur fer í gegnum hráslagalegan daginn eru aðrir glæpir. Kennarar sem hverfa, ósmekkleg dýr sem skíta á hausinn á moldvörpum.

Við erum aldrei of ung fyrir glæpasögur.

Og við erum aldrei of ung til að skrifa glæpasögur.

Í þessari smiðju mun Ragnheiður Gestsdóttir, rithöfundur, leiða unga höfunda inn í heim glæpasögunnar í skemmtilegri og skapandi smiðju sérstaklega hannaðri fyrir unglinga með áhuga á svolítið ólöglegum óhugnaði sem vilja spreyta sig á að skrifa glæpasögur, en smiðjan er miðuð inn á 14 ára og eldri. Ragnheiður er þeim aldurhópi vel kunn, enda höfundur sögunnar Úr Myrkrinu sem hefur hlotið mikið lof innan aldursflokksins.

Skráning er í smiðjuna, og eru takmörkuð sæti í boði. Skráning fer fram í gegnum tölvupóst. Sendist á: bokasafn@hafnarfjordur.is
Ábendingagátt