Ég heiti Emil Jóhann Sigurðsson, en listamannanafnið mitt er Emil J. Sig. Ég byrjaði minn listamanna feril á Spáni 2017. Ég bjó þar í 1 ár og það má segja að Spán gerði mig að þeim listamanni sem ég er í dag.

Ég er sjálflærður myndlistarmaður þar sem ég hef lært að mála í gegnum námskeið á netinu. En árið 2021 komst ég í Myndlistarskóla Reykjavíkur og lærði myndlist í 1 ár, en þar á undan hafði ég tekið nokkur námskeið í Myndlistarskóla Kópavogs.

Þetta er mín fjórða sýning og mín önnur í þessum sal. Hef haldið blómasýningu,vatnaliljusýningu og blandaða sýningu, en þetta er fyrsta sýningin mín með sjávarþema.

Innblásturinn af þessum verkum í þessari sýningu kemur frá ströndum spánar fyrst og fremst þar sem listinn vaknaði upp í mér fyrst, en einnig frá hafinu í kringum Ísland. Hafið hefur alltaf verið mér mjög dularfullt og geymir leyndardóma sem við eigum eftir að uppgötva. Hafið getur gefið manni bæði ró og ólgu það fer allt eftir veðri.

Hafið er jafn breytileg og okkar innri maður. Hafið er einnig hjarta jarðarinnar þar sem það gefur okkur súrefni og er grundvöllur alls líf jarðarinnar.

Sérstök sýningaropnun verður fimmtudaginn 5. febrúar frá 18:00-21:00 og þú ert velkomin !

Aðrir opnunartímar:

Fös.                      6. feb          14:00 – 22:00
Lau.                      7. feb           12:00 -17:00
Sun.                      8. feb          14:00 – 17:00

LG // Litla Gallerý er styrkt af Menningar og ferðamálanefnd
Hafnarfjarðarbæjar vegna viðburðarins

—————————–

My name is Emil Jóhann Sigurðsson, but my artistic name is Emil J. Sig. I started my artistic career in Spain in 2017. I lived there for 1 year and it can be said that Spain made me the artist I am today.

I am a self-taught artist where I have learned to paint through online courses. But in 2021 I got into Reykjavík School of Fine Arts and studied fine arts for 1 year, but before that I had taken several courses at Kópavogur School of Fine Arts.

This is my fourth exhibition and my second in this hall. I have held a flower exhibition, a water lily exhibition and a mixed exhibition, but this is my first exhibition with a marine theme.

The inspiration for these works in this exhibition comes from the shores of Spain primarily where art first awakened in me, but also from the ocean around Iceland. The ocean has always been very mysterious to me and holds secrets that we have yet to discover. The ocean can give you both peace and unrest, depending on the weather.

The ocean is as changeable as our inner self. The ocean is also the heart of the earth, as it gives us oxygen and is the basis of all life on earth.

There will be a special exhibition opening on Thursday, February 5th  from 18:00-21:00 and you are welcome!

Other opening hours

Fri                            6th   Feb           14:00 – 22:00
Sat                           7th   Feb           12:00 – 17:00
Sun                          8th   Feb           14:00 – 17:00

LG // Litla Gallerý is sponsored by the Culture and Tourism Committee of Hafnarfjörður for this event.

Ábendingagátt