Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hafnarfjarðarhlaupið verður haldið í fyrsta skipti fimmtudaginn 8. júní kl. 20:00 í samvinnu við Frjálsíþróttadeild FH, Hafnarfjarðarbæ og Fjarðarkaup.
Skráning fer fram hér
Hafnarfjarðarhlaupið mun komast í fámennan hóp götuhlaupa á Íslandi, þar sem hlaupið mun í raun og veru fara fram á götum bæjarins, en lokað verður fyrir umferð á meðan hlaupið fer fram. Miðpunktur hlaupsins verður á Thorsplani, en þar mun hlaupið bæði byrja og enda. Fjölbreytt dagskrá verður fyrir og eftir hlaupið en áhorfendum og keppendum mun meðal annars bjóðast að spreyta sig í margs konar frjálsíþróttaþrautum. Á hlaupaleiðinni mun vera drykkjarstöð við 5 km markið og á Thorsplani í lok hlaups, en þar verður líka önnur næring í boði. Keppendur munu geta nýtt sér munageymslu á meðan hlaupið fer fram og eins mun vera komið fyrir salernisaðstöðu á Strandgötu. Að hlaupi loknu mun öllum þátttakendum bjóðast að fara í sund í Suðurbæjarlaug, sem verður opin til miðnættis.
Allir þátttakendur munu eiga möguleika á að vinna glæsileg verðlaun sem verða veitt í samvinnu við samstarfsaðila mótsins. Hæst ber að nefna verðlaun fyrir þá hlaupara sem enda í efstu þremur sætunum, í karla- og kvennaflokkum, en það verða peningaverðlaun ásamt öðrum glæsilegum verðlaunum. Peningaupphæðirnar sem um ræðir verða:
Að auki verða veitt verðlaun fyrir sigurvegara í hverjum aldursflokki fyrir sig auk þess sem vegleg útdráttarverðlaun verða í boði.
Eftirfarandi aldursflokkar verða í Hafnarfjarðarhlaupinu árið 2023:
Hafnarfjarðarhlaupið er 10 km götuhlaup þar sem hlaupaleiðin er viðurkennd af Frjálsíþróttasambandi Íslands. Reynt var að takmarka beygjur og brekkur í hlaupinu og ætti brautin því að vera tilvalin fyrir bætingar. Hlaupið verður ræst á Strandgötu við Thorsplan og hlupið eftir henni í átt að Suðurbæjarlaug. Þaðan verður Suðurgatan hlaupin og farið verður yfir lækinn og upp Álfaskeið þar sem mjög flatur og hraður kafli tekur við. Þar verður farið um hraunin og inn í Norðurbæ Hafnarfjarðar þar sem meðal annars verður hlaupið á Hjallabraut, Breiðvangi og Norðurvangi. Næst taka hlauparar lítinn hring hjá grönnum okkar í Garðabæ umhverfis Garðaholt en koma síðan niður að Herjólfsgötu þar sem tekur við hraður lokakafli með ágætri lækkun sem endar aftur við Thorsplan.
Hlauparar munu sækja hlaupagögnin í Fjarðarkaupum en hægt verður að ná í gögnin á eftirfarandi tímum:
Þátttakendur munu fá hlaupanúmer með tímatökubúnaði sem ekki má beygla, en þá gæti tímatökubúnaðurinn eyðilagst. Til að fá frítt í sund um kvöldið þurfu hlauparar að sýna hlaupanúmerið sitt.
Hægt verður að skrá sig til miðnættis þann 7. júní en forsölu lýkur 1. maí og þá mun þátttökugjald hækka. Þátttökugjöld eru eftirfarandi:
Facebook síða hlaupsins: Hafnarfjarðarhlaupið
Upplýsingar á hlaup.is
Nánari upplýsingar má finna með því að hafa samband við skipuleggjendur með tölvupósti á netfanginu: valurelli@gmail.com
Skólabygging Lækjarskóla fagnar 20 ára afmæli og af því tilefni verður slegið upp veislu í samstarfi foreldrafélagsins og Lækjarskóla. Bæjarstjóri…
Svava Dögg(SVAVS) heldur sýningu í Litla Gallerý 1. júní n.k. Verkin á þessari sýningu er afrakstur síðustu tíu mánaða þar…
Foreldrafélag Hvaleyrarskóla stendur fyrir hverfishátíð á Holtinu fimmtudaginn 1. júní kl. 17-19. Öll velkomin. Hoppukastalar! BMX Bros! Veltibíllinn! Andlitsmálning! Níundi…
Bjartir dagar hefjast á því að þriðjubekkingar grunnskólanna syngja inn sumarið á Thorsplani undir stjórn Guðrúnar Árnýar og Lalli töframaður…
Byggðasafn Hafnarfjarðar bíður þér og þínum að vera við opnun sýningarinnar “Hafnarfjarðarlögreglan – Hraustir menn og áræðnir” í Pakkhúsinu við…
Golfklúbburinn Keilir býður upp á golfatburð á Björtum dögum fimmtudagnn 1. júní frá kl. 16:00 til 18:00 í Hraunkoti sem…
Við hefjum Bjarta Daga! Lengd opnun föstudagskvöldið 2. júní – en þá verðum við með smiðjur, listaverkasammálun, tónlistarhorn og…
Kraftur og gróska í listalífinu í Hafnarfirði endurspeglast í viðburðinum Gakktu í bæinn föstudaginn 2. júní kl. 18-21 þegar listamenn,…
María hjá NATUR fljótandi jógastöð verður með kynningu á SUP jóga á Hvaleyrarvatni á Björtum dögum en í sumar verða…
Barnadagurinn haldinn hátíðlegur að pólskum sið! Prinsessur og fylgdarsveinar mæta, við föndrum saman með snillingnum Kösju, höldum sögustund, setjum á…