Hamingjudagar í Hafnarfirði

Sjóbað, dáleiðsla, samvera — Allt sem kveikir á hamingjunni bíður þín á Hamingjudögum í Hafnarfirði. Gæðastundir með góðu fólki í heilsubænum Hafnarfirði.

Hamingjudagar eru nú haldnir í annað sinn. Hugmyndin kviknaði í fyrra til að bregðast við ákveðnum vísbendingum um að hamingjustuðull landsmanna fari dvínandi. Nú breytum við því og setjum mark okkar á hamingjuna.

Heilsusamlegur lífsstíll og jákvætt viðhorf stuðlar að betri andlegri og líkamlegri líðan og eykur hamingju okkar. Sækjum í hamingjuna saman.

Heilsubærinn Hafnarfjörður stendur fyrir ýmsum viðburðum sem tengjast heilsu og hamingju allan septembermánuð! Komdu að njóta!

Hamingjuviðburðir á Hamingjudögum í Hafnarfirði

Ábendingagátt